Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

Sumar eldstöðvar spúa mikilli ösku en hvaðan kemur hún?

BIRT: 09/12/2024

Gosaska er ekki aska í venjubundinni merkingu. Aska er yfirleitt það sem eftir verður þegar lífrænt efni hefur brunnið en allt öðru máli gegnir um öskustrókana sem koma upp í eldgosum.

 

Orðið gosaska var lengi haft um gosösku á íslensku og er stundum ennþá en síðustu áratugina hefur orðið gjóska einkum verið notað. Gjóska getur verð ámóta fíngerð og aska en myndast með allt öðrum hætti.

 

Eldgos verða þegar hraunkvika þrýstist upp úr möttli jarðar og alla leið upp í gegnum jarðskorpuna. Þetta gerist gjarna þar sem skorpan er þunn og kvikan þrýstir stöðugt á. Þrýstingur á móti kvikunni minnkar eftir því sem ofar dregur.

 

Þegar hraunkvikan nær loks upp úr yfirborðinu minnkar innri þrýstingur hennar skyndilega og hún kólnar hratt.

 

Hluti kvikunnar storknar þá nánast í duftformi. Miklu meiri gjóska myndast þó þegar gýs undir jökli, eins og stundum gerist hérlendis. Ísinn bráðnar þá og myndar gufu sem veldur sprengingu og þeytir gjósku hátt í loft upp.

 

Í venjulegu eldgosi verður hluti gjóskunnar eftir í gígnum en hluti þeytist upp í loftið, jafnvel í 20 km hæð í mjög kröftugum gosum.

 

Almennt er mikill munur á öskumyndun eldstöðva. Meiri aska myndast í eldkeilum þar sem hraunkvikan er seigfljótandi en þegar hún er þynnri líkt og í nýjustu gosunum á Reykjanesi 2021, 2022 og 2023.

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.