Hiti dregur úr orku þinni því hár hiti fær líkamann til að virkja kæliferli, þannig að líkamshitinn haldist stöðugur til að forðast ofhitnun. Því hlýrra, því meiri orku þarf líkaminn.
Þegar líkaminn hitnar víkka æðarnar og meira blóð streymir út í húðina þaðan sem umframhitinn skilst út. Þess vegna tekur t.d. andlitið á sig rauðleitan lit.
Bæði efnaskipti og hjarta vinna hörðum höndum að því að dæla blóði og það étur upp orku og gerir okkur þreytt.
Líkaminn kólnar líka þegar við svitnum, þar sem vatnsgufan flytur hita út úr líkamanum. Hins vegar eykur það hættuna á ofþornun og þegar líkaminn þornar er vatni beint í burtu frá húðinni sem dregur úr getu til að kólna.
Þetta leiðir til aukins líkamshita og hættu á krampa, svima og þreytu.
Borðaðu ávexti í staðinn fyrir grillaðar pylsur
Fyrir utan að drekka nóg af vatni geturðu hjálpað líkamanum að kæla sig með því að borða rétt.
Meltingin er gríðarlega orkufrek og ákveðin matvæli hita líkamann meira en önnur. Prótein og flókin kolvetni mynda til dæmis meiri líkamshita en sykur því erfiðara er að brjóta þau niður og það þarf meiri orku til að melta þau.
Ávextir eru með öðrum orðum betri en steik til að kæla líkamann niður í sumarhitanum.