Náttúran

Af hverju valda Mentospillur stórgosi í kóki?

BIRT: 04/11/2014

Þegar Mentos-töflur eru settar í gosflösku losnar mikið af C2O-gasi á örskömmum tíma. Pillurnar auka nefnilega hraðann á myndun loftbólna.

 

Þegar koltvísýringur sem uppleystur er í gosvatni, myndar loftbólur, þarf bólan að yfirvinna hina öflugu yfirborðsspennu sem er í vatni. Til að þetta geti gerst þarf loftbólan helst að myndast á örlítilli ójöfnu á innra borði ílátsins eða við óhreinindaörðu í vökvanum. Þegar mikil froða myndast í glasi með bjór eða gosi, má reikna með að glasið sé ekki alveg hreint.

 

Í Mentos-pillu eru ýmis efni sem draga úr yfirborðsspennu gosvatnsins. Það er sérstakt, arabískt gúmmí, unnið úr akkasíutré sem hefur þessi áhrif. Því meiri sem yfirborðsspenna verður í vökva, því auðveldara verður loftbólum að myndast. Við þetta bætist að yfirborð töflunnar er gróft og ójafnt og því kjörinn myndunarstaður loftbólna.

 

Hægt að er nota hvers kyns gosdrykki, en þar eð koltvísýringsmagn er mismikið í þessum drykkjum og önnur innihaldsefni skipta einnig máli, er talsverður munur á því hve öflugt gosið verður úr flöskunni. Tilraunir sýna að það er Coke light sem gefur tilkomumesta gosið.

 

Fyrirbrigðið hefur verið þekkt í allmörg ár, en varð fyrst alþekkt haustið 2005 þegar vísindafréttamaðurinn Steve Spangler sýndi þessa tilraun í vinsælum sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum.

 

Þáttastjórnandinn á 9NEWS-stöðinni varð rennvotur af kóki og þegar atriðið var sett á netið, breiddist það hratt út bæði á bloggsíðum og með tölvupósti. Síðan hefur sama tilraun verið gerð á fleiri stórum sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum og meira að segja greint frá fyrirbrigðinu í Wall Street Journal.

 

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.