Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Þúsundir hermanna skemmtu fjöldanum í Róm með banvænum bardögum, hirðfífl drógu úr pólitískri spennu á miðöldum og á 19. öld voru hirðfífl og „djögglarar“ meistarar afþreyingarinnar.

BIRT: 05/05/2024

Róm til forna

Lýðnum var skemmt með banvænu leikhúsi hildarleiks

Sjóorrustur með herskipum í fullri stærð og þúsundir hermanna þótti Rómverjum til forna hágæða skemmtun. Skipin mættust í stórum manngerðum laugum eins og til dæmis í Colosseum.

 

Laugarnar höfðu ekkert pláss fyrir raunverulega siglingu skipanna. Þess í stað voru skipin dregin í návígi hvert við annað og síðan mættust menn sem léku hermenn í bardaga.

 

Þátttakendurnir voru allir menn sem dæmdir voru til dauða eða stríðsfangar og möguleikar þeirra á að lifa af voru minni en að lifa af skylmingabardaga.

Kostir og gallar rómverskra sýninga

Sýningarnar sýndu vald keisarans. Sjóorrusturnar gáfu keisaranum tækifæri til að sýna bæði hernaðarmátt og hugvit.

Tæki og tól sýninganna kostuðu ríkið mikla fjármuni. Sýningarnar voru mjög dýrar í framkvæmd bæði hvað varðar peninga, tækjabúnað og mannslíf.

Allir borgarar höfðu aðgang að Colosseum en þar sem miðar á viðburðina voru ekki til sölu, heldur aðeins hægt að nálgast í gegnum tengiliði og klíkuskap, tilheyrðu flestir áhorfendur yfirstéttinni.

 

Gestir fengu sæti eftir stöðu. Hinir ríku sátu framarlega og þeir fátæku og konur aftast. Þrælar höfðu ekki aðgang að Colosseum.

 

Upplifðu sjóorrustu í Colosseum:

Sjóorrustur voru vinsæl skemmtun í Róm á fyrstu öld.

Hringleikahúsið gat hýst 50.000 manns. Þessi tala samsvaraði einum sjötta hluta fullorðinna karlmanna í Róm.

Skip í fullri stærð

Rómverjar notuðu alvöru herskip í sýninguna. Skipin voru yfirleitt 35 metrar á lengd og fimm metrar á breidd.

Alvöru bardagar með sverðum skildu fáa eftir sem lifðu af. Keisarinn gat þó náðað menn eftir vild.

Sjóorrustur voru vinsæl skemmtun í Róm á fyrstu öld.

Hringleikahúsið gat hýst 50.000 manns. Þessi tala samsvaraði einum sjötta hluta fullorðinna karlmanna í Róm.

Skip í fullri stærð

Rómverjar notuðu alvöru herskip í sýninguna. Skipin voru yfirleitt 35 metrar á lengd og fimm metrar á breidd.

Alvöru bardagar með sverðum skildu fáa eftir sem lifðu af. Keisarinn gat þó náðað menn eftir vild.

Miðaldir

Hirðfífl léttu stemningu og skap

Litrík föt gerðu hirðfíflin auðþekkjanleg úti á götu.

Fíflið var hálfgerður töframaður. Söngur, loftfimleikar, „jöggl“, dans og töfrabrögð voru allt hluti af efnisskrá skemmtikraftsins.

 

Sumir skemmtikraftar fengu fasta vinnu hjá aðalsmönnum og konunglegri hirð. Auk þess að skemmta hafði grínið einnig pólitískt hlutverk, til dæmis með því að létta á spennuþrungnum aðstæðum með húmor.

 

Af sömu ástæðu var hirðfíflinu oft falið að flytja konungi slæmar fréttir.

 

Mörg hirðfífl voru í hávegum höfð og fengu landeignir að gjöf frá konungum og aðalsmönnum sem þeir skemmtu.

 

19. öld

Sirkus var alls staðar

Sum sirkustjöld rúmuðu þúsundir áhorfenda.

Fyrsti sirkusinn opnaði árið 1768 þegar enski reiðkennarinn Philip Astley hélt sýningu á hringlaga velli til að fá fleiri nemendur í reiðkennslu.

 

Næstu árin þróuðust sirkussýningar þannig að þær innihéldu einnig línudansara, „jögglara“, trúða og annars konar skemmtikrafta.

 

Upp úr miðri 19. öld urðu farandsirkusar með sýningum í stórum tjöldum algengir.

 

Sirkusinn var sérstaklega vinsæll meðal landsbyggðarfólks sem loksins, eins og fólk í borgum, hafði aðgang að skemmtun.

HÖFUNDUR: ELSE CHRISTENSEN

© Schloss Friedenstein,© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.