LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR
Nafn: Antímon – úr grísku: „antimonus“ (ekki aleitt)
Sætistala: 51 Efnatákn: Sb (úr latínu: Stibium)
Antímon er hálfmálmur sem finnst í tveimur ólíkum gerðum: Annars vegar sem hart sjálflýsandi málmkennt efni eða sem grátt púður.
Antímon hefur marga óvenjulega eiginleika, m.a. þenst það út þegar það kólnar.
Lesið meira um lotukerfið
Í hvað er antímon notað?
Efnið hefur verið lengi þekkt og þrátt fyrir að vera eitrað hefur það verið notað sem lyf.
Á síðmiðöldum var algengt að búa til hægðarlyf úr antímon. Vegna eitrunar þeirra komu pillurnar meltingarveginum á hreyfingu, meðan þær fóru óskaddaðar í gegnum manneskjuna.
Eftir notkun voru pillurnar þvegnar og geymdar til síðari notkunar. Sumar antímon-pillur gengu jafnvel í arf.
Núna er antímon afar verðmætur málmur. Hann er unninn í námum og nýtist með margvíslegum hætti í iðnaði, ekki síst í rafeindaiðnaði þar sem hann er notaður í t.d. snjallsímum og spjaldtölvum.
Antímon er einnig notað við framleiðslu á plasti og í málmblöndum með kvikasilfri og blýi er það m.a. notað til að framleiða skotfæri.
Myndband: Svona lítur antímon-hleifur út
Birt: 03.12.2021
LARS THOMAS OG ANDERS BRUUN