Áttu Inkarnir ritmál?

Hafa fornleifafræðingar fundið texta skrifaða af Inkum?

BIRT: 01/12/2021

LESTÍMI:

2 mínútur

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

Samskipti með hnútum

Nei, þrátt fyrir að ráða yfir skilvirku póstkerfi á 15. öld og 40.000 km vegakerfi virðast 14 milljónir þegna ekki hafa ráðið yfir ritmáli.

 

Fræðimenn hafa fundið skilaboð með tölum sem voru send með hnútum á löngum þráðum úr lamaull. Búnt af slíkum þráðum voru nefnd quipu og gátu innihaldið allt að 2.000 þræði. Skilaboðin gátu varðað hvaðeina, allt frá innheimtu skatts til hernaðarlegra leyndarmála.

 

Hnútar voru tugakerfi inkanna

Í staðinn fyrir t.d. okkar arabísku tölur þurftu Inkar að telja hnútana á þráðum quipu til að reikna út niðurstöðuna. Ef enga hnúta var að finna á tilteknu svæði á þræði, fól það í sér að talan þar væri núll.

 

Hvort tölurnar hafi síðan falið í sér leynileg dulmál, þar sem tilteknar talnarunur eða jafnvel hnútagerðir bæri að lesa sem orð, er því miður ekki vitað.

 

En vitað er að það voru hreint ekki allir Inkar sem gátu ráðið í slík skilaboð.

 

Hnútarnir voru einkum ætlaðir svonefndum quipucamayocs, stétt öldunga sem mætti helst kalla bókhaldara. Lestur á quipu var einnig þáttur í menntun yfirstéttarinnar.

 

Hnútakóðinn er lesinn ofan frá og niður, staðsetning talnanna sýnir hvort þær merki einingar, tugi eða hundruð.

 

Fjórir hnútar á svæði hundruða merkja töluna 400.

 

Engir hnútar á snúrusvæði jafngildir tölunni núll. 003 var aðferðin til að sýna töluna þrjá.

 

 

Birt:01.12.2021

 

 

BIRT: 01/12/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.