Börn þarf að þvo hvort sem þau vilja eður ei! Rétt fyrir aldamótin 1900 auglýsti sápuframleiðandinn Pears’ Soap fyrstu gegnsæju sápu í heimi, sem varð fljótt mjög vinsæl meðal ríka fólksins. Áður en hér var komið sögu hafði fólk þurft að þvo sér með sterkum efnum, en sápur innihéldu áður fyrr bæði arseník og blý. Andrew Pears notaði á hinn bóginn einungis náttúruleg efni í afurðum sínum og þess má geta að milda sápan frá honum ilmaði líkt og enskur skrúðgarður.