Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Bakterían C. metallidurans safnar gulli upp í litla klumpa og kemur þeim út fyrir líkamann. Hæfnin kynni að nýtast við námugröft.

BIRT: 03/12/2023

Nú er kvikasilfur notað til að binda gull og soga það út þar sem erfitt er að komast að. En kvikasilfur er eitrað og vísindamenn leita því nýrra leiða til að vinna gull á óaðgengilegum stöðum. Nú kynni lausnin að vera fundin.

 

Bakterían C. metallidurans hefur þróað sína eigin aðferð til að meðhöndla þungmálma og lifir þess vegna af þar sem aðrar lífverur halda sér fjarri.

 

Engin samkeppni

Án samkeppni frá öðrum örverum þrífast bakteríurnar vel í jarðlögum þar sem mikið er um þungmálma. Öfugt við aðrar örverur getur C. metallidurans losað sig við þungmálma, sem fyrir bragðið safnast ekki upp í lífverunni.

Hópur þýskra og ástralskra vísindamanna hefur nú uppgötvað hvernig bakterían fer að. Um er að ræða flókið samspil sérstakra ensíma bakteríanna og málmanna kopars og gulls.

 

Ensími dælir út gulli

Rétt eins og önnur dýr þarf bakterían á kopar að halda til að halda lífi, en mikið magn er hins vegar eitrað. Þegar mikið af kopar berst inn í bakteríuna dælir hún honum út og notar til þess sérstakt ensím. En séu gullfrumeindir líka til staðar, bregst bakterían öðru vísi við.

 

Gull- og kopar-blandan er eitraðri en málmarnir eru hvor um sig og því kemur annað ensím til sögunnar. Þetta ensím breytir formi málmanna þannig að eituráhrif þeirra minnka og þeir komast ekki jafnlangt inn í bakteríuna.

 

Þess í stað er koparnum dælt beint út og hann dregur gullið með sér. Þannig safnast gullið í litla, en vinnanlega klumpa á yfirborði bakteríunnar.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© Wikimedia Commons, © American Society for Microbiology

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.