Náttúran

Bíta fiskar frekar á öngulinn í rigningu?

Er það satt að betra sé að veiða í rigningu?

BIRT: 04/11/2014

Meðal stangveiðimanna eru skiptar skoðanir á því hvort fiskar bíti frekar á agnið í rigningu eða eftir hana, enda reynsla þeirra misjöfn. Trúlegast er að þetta fari eftir því hvar verið er að veiða, því rigningin getur haft mismunandi áhrif.

 

Sums staðar getur mikið regn leitt til þess að jarðvegur skolist út í vatnið, sem þá verður gruggugt og veldur því að fiskurinn sér síður beituna á öngli veiðimannsins. Þannig getur rigning í sumum tilvikum leitt til þess að verr veiðist. En í öðrum tilvikum getur regnið þvert á móti aukið matarlyst fiskanna og fyrir því eru ýmsar ástæður.

 

Í ám og fljótum leiðir rigningin til þess að vatnsborðið hækkar og straumhraðinn vex.

 

Þetta getur gert fiskana athafnasamari.

 

Fiskar koma sér iðulega fyrir í skjóli fyrir straumnum, t.d. hlémegin við stóra steina, en einmitt þar hefur ýmis fæða tilhneigingu til að safnast fyrir. Þegar straumurinn vex berst meira af bráð fram hjá fiskinum og það getur aukið á veiðigleði hans. Sjálft regnið veldur því líka að meira af skordýrum og öðrum smádýrum berst út í ána ofan af þurrlendinu.

 

Þegar regndroparnir skella á vatninu getur það líka valdið því að súrefni aukist í yfirborðinu. Við þær aðstæður geta fiskarnir orðið fjörugri og gráðugri gagnvart beitunni. Sumir fiskar kjósa líka að koma fram úr felustöðum sínum í ætisleit þegar rökkva tekur eða að næturlagi. Dimm regnský geta þannig orðið til að lokka fiskana fram úr felustöðum sínum og út í opið vatn, þar sem beita stangveiðimannsins bíður hans.

 

Loks mætti svo gera sér í hugarlund að regndropar sem skella á yfirborðinu, gætu komið ungum og óreyndum fiskum til að halda að hér séu skordýr á ferð. Þetta gæti átt þátt í að þeir grípi beituna á önglinum.

 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is