Efnafræðingar við Ríkisháskólann í Oregon hafa nú fyrir tilviljun skapað nýtt, blátt litarefni. Þetta getur komið að góðu haldi, því góð, ódýr og eitrunarlaus blá litarefni eru fáséð. Í tilraun þar sem manganoxíði, sem er svart að lit, var blandað við önnur efni og blandan svo hituð, tók ein blandan á sig fagurbláan lit vegna myndunar sérstakra kristalla.