Náttúran

Blý: Þungt og eitrað

Blý er þungur og eitraður málmur sem óverðskuldað hefur hlotið heiðurinn fyrir ágæti blýantsins.

BIRT: 22/11/2021

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

Nafn: Blý – germanskt orð (litskrúðugt). Sætistala: 82 Efnatákn: Pb

 

Átti blý þátt í falli Rómarveldis?

Blý er þungur, mjúkur, mattur og silfurgrár málmur.

 

Blý hefur verið þekkt frá því í fornöld og hefur verið notað í marga mismunandi hluti, í sumum tilvikum með afar óheppilegum afleiðingum. Blý er nefnilega eitrað og getur skaðað miðtaugakerfið og orsakað heilaskaða hjá mörgum lífverum, safnist það upp í líkamanum.

 

Á miðöldum var það notað til að sæta vín en þetta leiddi til þess að margir þjáðust af dularfullum magaverkjum sem er dæmigert einkenni blýeitrunar.

 

Langtímaáhrif blýeitrunar geta leitt til ófrjósemi en það hefur mögulega átt sinn þátt í falli Rómarveldis, þar sem Rómverjar notuðu það í marga hluti, m.a. við matargerð. Vitað er að fæðingartíðni Rómverja var lág þrátt fyrir gott hreinlæti.

 

Lesið meira um lotukerfið

 

Í hvað er gull notað?

Ólíkt því sem margir ætla hafa blýantar ekkert með blý að gera. Á 16. öld töldu margir vissulega að það grafít sem menn notuðu til að skrifa með, væri enn ein gerð af blýi og því kölluðu menn það plumbago (latína: „minnir á blý“). En blý hefur aldrei verið notað til að skrifa með frá því á tímum Rómverja.

 

Blý er hins vegar notadrjúgt efni sem er m.a. notað til að verjast geislun og eins í skotfæri af ýmsu tagi. Blý er að finna í mörgum mismunandi málmblöndum og lágt bræðslumark þess gerir það heppilegt til að steypa hvers konar hluti án þess að hafa viðamikinn búnað.

 

Blý er þungt og því einnig heppilegt sem kjölfesta í t.d. skipum og beltum kafara og fjölmargt annað.

 

Myndband um blý

 

 

 

Birt: 22.11.2021

 

 

 

LARS THOMAS OG ANDERS BRUUN

 

 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.