LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR
Nafn: Bór – eftir arabíska orðinu boraq (bórans, algengt náttúrulegt bórefnasamband)
Sætistala: 5 Efnatákn: B
Bór er dökkt púður. Reyndar er það nokkur ráðgáta því að bór ætti yfirhöfuð ekki að vera til því það finnast engar leiðir, þar sem það getur myndast inni í stjörnu.
Það finnst ekki einangrað í náttúrunni heldur „felur sig“ í ótal tengingum við önnur efni.
Bór er nauðsynlegt efni fyrir allar jurtir þar sem það tekur þátt í að byggja upp frumuveggina – því er það einnig notað mikið til áburðar. Auk þess gagnast bórefnasambönd við margvísleg ferli í iðnaði.
Lesið meira um lotukerfið
Bór: Hart eins og demantur – mjúkt eins og silki
Bórnítrít er næstum jafn hart og skínandi eins og demantur. Í grófri gerð þess er það notað sem slípiefni í iðnaði. Í afar fínkornaðri gerð er það notað sem viðbótarefni í púður sem verður sérlega gljáandi og silkimjúkt.
Annað bórefnasamband, tríetýlbór, er auðkveikjanlegt efni sem hefur m.a. verið notað til að ræsa eldflaugamótora í Satúrn 4 – eldflaug NASA.
Myndband: Bór á sviðinu
Birt: 16.11.2021
LARS THOMAS