Stjörnufræði
Ein nákvæmasta ljósmynd sem nokkru sinni hefur náðst utan úr geimnum sýnir nýjungar í geimþokunni Óríon.
Geimsjónaukinn Hubble nýtti heila 168 klukkutíma til að mynda þokuna og afraksturinn er ljósmynd samsett úr heilum milljarði díla.
Það er þessari miklu nákvæmni að þakka að stjörnufræðingunum gefst nú tækifæri til að skoða atriði sem áður hafa verið með öllu ósýnileg vegna þess að þau senda ekki frá sér nema hundraðasta hluta þess ljósmagns sem þekktar stjörnur í þokunni gera.
Meðal þeirra stjarna sem nú hafa uppgötvast eru allmargir brúnir dvergar, en það eru kaldir himinhnettir sem öfugt við t.d. sólina eru of litlir til að kjarnasamruni geti orðið í kjarna þeirra. Með því að skoða nánar “brún tvístirnir”, sem sagt tvo brúna dverga sem snúast hvor um annan, hafa stjörnufræðingarinnar öðlast alveg nýja vitneskju um þyngd, stærð og hitastig þessara stjarna.
Óríonþokan er í um 1.500 ljósára fjarlægð frá jörðu og þessi tiltölulega litla fjarlægð gerir hana að heppilegum stað til að virða fyrir sér stjörnumyndun. Alls eru í þessari geimþoku um 3.000 stórar og smáar stjörnur.