Náttúran

Brynvarða perlusnekkjan

Á fastri daglegri hringleið milli undirdjúps og yfirborðs fer undarleg forneskjuleg skepna. Kuggar eru rétt eins og forfeður allra kolkrabba ennþá með volduga skel. Líffræðingar hafa öðlast nýja þekkingu á dýrunum eftir að hafa veitt þau og fest á þá útvarpssenda. En fátækir sjómenn veiða einnig kugga, enda er fagurlega búin skel þeirra eftirsótt meðal ferðamanna.

BIRT: 04/11/2014

Helsta ógn perlusnekkjunnar eru varnir hennar. Skel dýrsins er nefnilega vinsæll minjagripur og því einnig mikilvæg tekjulind fátækra sjómanna á búsvæði þess. Tegundin er nú ofveidd og því hyggst sjávarlíffræðingurinn Andrew Dunstan safna gögnum um bágborið ástand stofnsins í von um að friða megi perlusnekkjuna.

 

Dunstan hefur frá árinu 1998 starfað við lítið kóralrif kennt við Osprey skammt undan austurströnd Ástralíu við að rannsaka lifnaðarhætti og búsvæði perlusnekkjunnar eða kugganna eins og þeir eru einnig nefndir. Vinna hans felst fyrst og fremst í að afla gagna um ástand stofnsins, því mörg náttúruverndarsamtök eru hikandi við að mæla með friðun kugganna án þess að hafa nægjanlegar upplýsingar um stofnstærð og vistfræðilegt mikilvægi þeirra.

 

Menn þekkja líffæragerð dýrsins með ágætum, enda hafa fjölmörg dýr veiðst og verið krufin til mergjar. Lifnaðarhættir dýrsins eru hins vegar nær ókannaðir. Kuggar halda sig nærri kóralrifum en afar fátítt er að þeir komi á slíkt grunnsævi að kafarar fái rannsakað þá. Kuggarnir kjósa nefnilega að halda sig á um 100 m dýpi, þar sem fátt truflar þá.

 

Fyrir vikið er að sama skapi erfitt að veiða þá. Kuggarnir eru fangaðir í gildrur sem er komið á 300 m dýpi með kjúklingakjöti sem beitu. Eftir nokkurn tíma eru gildrurnar dregnar afar hægt upp svo dýrin nái að laga sig að minnkandi þrýstingi þegar þau nálgast yfirborðið. Þannig má segja að drjúgur hluti starfsins felist í handafli einu saman.

 

Kuggarnir kjósa dýpið

 

Þegar dýrin koma upp þarf að hafa hraðar hendur. Kuggarnir eru vanir lágu hitastigi og þola illa ástralskan sumarhita. Því eru þeir strax settir í kælitanka áður en þeir verða rannsakaðir.

 

Höfuðfætlingarnir eru mældir og vegnir, en fyrst og fremst eru þeir merktir svo bera megi kennsl á þá ef þeir verða veiddir á ný. Það er gert með því að grafa tölur í skel þeirra. Áður en dýrunum er sleppt aftur er útvarpssendi komið fyrir á þeim, svo fylgjast megi með ferðum þeirra. Ekki er bara hægt að fleygja kuggunum fyrir borð þar sem dýrin ættu örðugt með að koma sér sjálf niður á æskilegt dýpi. Þess í stað er þeim komið fyrir í búrum og sökkt niður á 30 m dýpi. Svo er þeim sleppt og geta sjálf synt niður í heimkynni sín.

 

 

Árangur af starfi Andrew Dunstans hefur komið mörgum á óvart. Sem dæmi er nú vitað að atferli kugganna er öfugt miðað við það sem einkennir flest sjávardýr. Þeir kafa niður á 540 m dýpi á nóttunni en halda upp á 240 m þegar dagar. Hjá mörgum öðrum sjávardýrum er þessu öfugt farið.

 

Þarlendir sjómenn hafa fyrir löngu lært að nýta sér þetta háttalag. Þeir halda til sjávar, einatt á litlum bátum, og veiða kuggana í vörpu. Það er erfiðisvinna þar sem einstakir kuggar geta vegið heilt kíló. Það tekur í að draga kannski 50 – 60 slíka upp af nokkur hundruð metra dýpi. Margir sjómenn afla samt góðra tekna með slíkum veiðum og geta lifað sómasamlega á annars fátæku svæði.

 

Dýrin, sem eru vel æt, eru plokkuð úr skeljunum sem eru síðan hreinsaðar. Þær eru seldar ferðamönnum eða listaverkasölum sem fægja skeljarnar og skreyta þær jafnvel með eðalmálmum til að fá meira verð fyrir þær.

 

Stofninn er afar viðkvæmur

 

En bæði sjómenn og kuggar eiga í nokkrum vanda. Torsóttara er nú fyrir sjómenn að veiða dýrin og á sumum stöðum hefur stofninum hrakað svo mikið að dýrin eru í reynd útrýmd. Það borgar sig einfaldlega ekki lengur að veiða þau.

 

Kannski verður í framtíðinni unnt að stunda smávægilegar veiðar á kuggum, en þó er of snemmt að segja til um það. Drjúgur hluti núverandi þekkingar okkar er nefnilega kominn úr rannsóknum frá dýrum sem haldin voru í fiskabúrum. Þar dafna þau samt ekki nándar eins vel og aðrir kolkrabbar, og aldrei hefur tekist að fjölga þeim í fiskabúrum þrátt fyrir að kuggarnir hrygni í haldi.

 

Kuggarnir tilheyra það sem í vistfræðinni er nefnt K-dýr, þ.e.a.s. þau sem ná seint kynþroska, vaxa hægt og eignast fá afkvæmi en ná á hinn bóginn háum aldri. Andstæðan eru R-dýr, sem verða skjótt kynþroska og eignast fjölda afkvæma en þurfa ekki að lifa mjög lengi. Hvor tveggja aðgerðin hefur sína kosti, en K-dýrin eins og kuggarnir þola ekki miklar veiðar þar sem stofninn er lengi að jafna sig.

 

Kuggarnir ná fyrst kynþroska þegar þeir eru á milli fimm og tíu ára gamlir. Og kvendýrin hrygna aðeins 10-12 eggjum, en hins vegar geta þeir hrygnt ár eftir ár gagnstætt öðrum kolkröbbum sem hrygna einu sinni en deyja síðan. Ekki er vitað með vissu hvernig viðkomu er háttað í náttúrunni enda hefur aldrei tekist að finna egg kugga í hafinu, rétt eins og menn hafa aldrei séð mökun eiga sér stað.

 

Lifnaðarhættir dýranna torvelda þannig mat á stærð stofnsins. Fyrst eftir tíu ára rannsóknir við Osprey Reef hefur Andrew Dunstan komist að því að aldrei sé að finna fleiri en 500 dýr við rifið. Þetta felur í sér að einungis eitt stórt fiskiskip getur veitt öll dýrin í senn – nokkuð sem er til vitnis um hve viðkvæm þau eru og hve óviss framtíðin er fyrir síðustu brynvörðu kolkrabbana.

 
 

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Vinsælast

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

5

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

6

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Lifandi Saga

Í fallhlíf til helvítis: Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Sagt er að franska drottningin María Antonía, betur þekkt sem Marie-Antoinette, hafi orðið hvíthærð kvöldið áður en hún var hálshöggin árið 1793. Er þetta yfirleitt hægt?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is