Heilsa

Býflugur geta greint lungnakrabba snemma

Ný tilraun sýnir að býflugur greina jafnvel daufa lykt af lungnakrabba. Þetta gæti leitt til þess að sjúkdómurinn finnist fyrr.

BIRT: 11/01/2025

Hunangsflugur eru vel þekktar fyrir það gagn sem þær gera í náttúrunni. Og nú má kannski bæta einu atriði við afrekaskrána.

 

Sú er alla vega niðurstaða rannsóknar við Michiganháskóla í BNA þar sem vísindamenn hafa prófað hæfni flugnanna til að þekkja lykt af lungnakrabba sem er meðal banvænustu krabbameina.

 

Eftirlíking af útöndun

Vísindamennirnir notuðu dauf lyktarefni til að skapa eftirlíkingu af tvenns konar útöndun. Í öðru tilvikinu var notað efni sem tengist krabbafrumum en í hinu var líkt eftir andardrætti heilbrigðs einstaklings.

 

Næst voru 20 býflugur látnar lykta. Þeim var haldið föstum og lítil rafóða tengd heilanum til að mæla viðbrögð heilans við lyktinni af andardrættinum.

 

Og viðbrögðin reyndust mismunandi.

Hunangsflugunum var haldið föstum í þrívíddarprentaranum á meðan á tilrauninni stóð, þar sem þær áttu að finna lykt af krabbameini.

Fundu mjög veika lykt

Býflugur hafa svo öflugt lyktarskyn að þær geta gert greinarmun á frumum eftir lyktinni. Tilraunin leiddi í ljós að þær geta fundið lykt af krabbafrumum, jafnvel þótt afar lítið sé af lyktarefni frá þeim í loftinu.

 

Vísindamennirnir gerðu líka breytingar á lyktinni til að athuga hvort flugurnar sýndu viðbrögð við breytingunni, svo og til að sjá hversu mikið mætti þynna lyktarefnið í loftinu áður en flugurnar hættu að skynja það.

 

Og lyktarefnið mátti þynna niður í einn milljarðasta.

 

„Býflugurnar fundu lyktina í afar lítilli þéttni. Þetta voru mjög afgerandi niðurstöður,“ segir Debajit Saha prófessor við Michiganháskóla sem var í hópi rannsakendanna í fréttatilkynningu.

 

Vísindamennirnir áætla nú að uppgötva flóknar blöndur líffræðilegra bendla og jafnvel lungnakrabbamein á frumstigi. Þar með kynnu býflugur nú að ryðja brautina fyrir nýjar aðferðir til að úrskurða hvort krabbamein á frumstigi leynist í lungum.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

© BELIKOV VLADIMIR /Shutterstock,© Saha lab

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

Maðurinn

Vísindamenn lýsa yfir stríði gegn mígreni

Tækni

Nýir róbótar geta verið afar varhugaverðir

Náttúran

Á hverju lifa köngulær þegar engar flugur veiðast?

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.