Orka og faratæki

Hversu heitt getur orðið í örbylgjuofni?

Hversu heitt getur orðið í örbylgjuofni?

Það er svokölluð magnetróna sem sendir frá sér örbylgjurnar. Þær sveiflast 2,45 milljörðum sinnum á sekúndu. Þessar sveiflur hreyfa svo hastarlega við sameindum í matnum að hann hitnar. Örbylgjurnar hafa einkum áhrif á vatn, en líka fitu- og sykursameindir, og út frá þeim breiðist hitinn út um allan matinn. Þar eð áhrifin eru mest á vatnssameindirnar hitnar maturinn – og...

Rúllugangstétt til að auðvelda umferð

Rúllugangstétt til að auðvelda umferð

Á heimssýningunni í París árið 1900 voru kynntar til sögunnar tvær merkilegar nýjungar á sviði umferðartækni. Önnur var neðanjarðarlestin „Metro“, sem flutti farþega hratt og örugglega milli borgarhluta. Hitt var langt færiband sem flutti sýningargesti um hin stóru sýningarsvæði, alls um 3 km leið og fór á 8 km hraða. 

Lík prufukeyrðu bíla

Lík prufukeyrðu bíla

Fram yfir 1930 voru ekki gerðar neinar vísindalegar tilraunir varðandi áhrif þess á mannslíkamann að lenda í árekstri í bíl. Nú var byrjað að rannsaka þetta og við fyrstu tilraunirnar voru notuð lík. Tilraununum var ætlað að afhjúpa hæfni líkamans gagnvart þeim harkalegu kröftum sem losna úr læðingi við harðan árekstur. Þótt tilraunirnar skiluðu ómetanlegum niðurstöðum, var það ýmsum annmörkum háð...

Lest hélt jafnvægi á einum teini

Lest hélt jafnvægi á einum teini

Írsk-ástralski uppfinningamaðurinn Louis Brennan (1852-1932) var sannfærður um það árið 1903 að hann hefði fundið upp járnbraut framtíðarinnar. Hann fékk þá einkaleyfi á tæknilega mjög þróuðu kerfi sem gerði það að verkum að járnbrautarvagnar héldu jafnvægi á einum teini. Uppfinningin sló þó aldrei í gegn, því fólk þorði ekki að treysta á öryggi hennar. Til er módel af slíkri lest...

Vindorkan geysist fram

Vindorkan geysist fram

Fyrir 40 árum voru vindmyllur fáar og smáar. Nú er vindorkan orðin stór grein innan orkugeirans og vindmyllurnar ekki dýrari í byggingu en önnur orkuver. Framleiðslan margfaldast á næsta áratug og af vindorku er til meira en nóg til að fullnægja allri orkuþörf heimsins.

Page 2 of 8 1 2 3 8

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR