Salsa, djass og línudans. Þetta var það sem að þýskir vísindamenn lögðu til þegar þeir greindu frá því að dans virkar sem æskuelexír á heilann.
Það er vitað að hreyfing stöðvar öldrunareinkenni sem herja á frumur líkamans þegar aldurinn færist yfir.
En vísindamenn vita ekki hvort þú ættir að hlaupa eða kasta spjóti ef að þú vilt halda æskunni sem lengst.
Því söfnuðu vísindamenn við þýska háskólann Otto – von – Guericke 26 öldungum saman og skiptu þeim í tvo hópa.
Annar lærði nýjan dans í hverri viku, en hinn hópurinn tók þátt í þrek – og teygjuæfingum.
Að þessu loknu rannsökuðu þeir heilastöðina stúku þar sem hrörnunarsjúkdómar eins og alzheimer koma hvað skjótast fram.
Hjá báðum hópum stækkaði stúkan en dansararnir státuðu af mun betra jafnvægi. Tvær aðrar heilastöðvar stækkuðu einnig hjá dönsurunum.
Tvö önnur heilasvæði stækkuðu einnig hjá þeim sem dönsuðu og því líta vísindamenn á dans sem vænlegan kandídat til að vinna gegn hnignun heilans.