Heilsa

Deyr maður úr svefnleysi?

Svefn er nauðsynlegur til að heilinn virki. En hversu lengi getum við lifað af án svefns?

BIRT: 07/10/2024

Svefn er heilanum afar mikilvægur. Þegar við slökkvum á meðvitundinni gefst heilanum friður og ró til að vinna úr skynjunum og mynda nýjar tengingar sem hvort tveggja hefur afgerandi þýðingu fyrir öfluga heilastarfsemi.

 

Nótt án svefns veldur ekki einungis þreytutilfinningu. Einbeitingin verður líka mun lakari og pirringur og skapsveiflur verða meira áberandi. Vari svefnleysið marga sólarhringa getur það leitt af sér háan blóðþrýsting, minnisglöp, talerfiðleika og ofskynjanir.

 

Þótt svefnleysi hafi aldrei verið skráð sem bein dánarorsök, getur langvarandi svefnleysi sem best verið lífshættulegt. Í rottutilraun drápust allar svefnlausu rotturnar eftir 11-32 daga og það er ekki fráleitt að álykta að menn geti enst í ámóta langan tíma án svefns.

 

Bandaríkjamaður var vakandi í 11 daga

Árið 1964 setti Randy Gardner opinbert heimsmet í svefnleysi. Bandaríkjamaðurinn var vakandi í 264 tíma og 25 mínútur. Gardner lifði þessa tilraun af en fólk sem þjáist af sjúkdómnum FFI (banvænt erfðabundið svefnleysi) hefur tæpast slíka heppni með sér.

 

Sjúkdómurinn stafar af genagalla sem veldur uppsöfnun svonefndra príonprótína í heila. Þessi prótín leggjast á heilastúkuna sem er eins konar svefnmiðstöð. Þetta getur valdið algeru svefnleysi, jafnvel mánuðum saman, þar til sjúklingurinn deyr.

Svefnganga er undarlegt ástand þar sem fólk tekur upp á því að færa til húsgögn, klæða sig og elda mat – á meðan það sefur. Hver er ástæðan?

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.