Það var svo snemma sem 1771 sem Englendingi einum tókst að framleiða kaffiduft sem leystist upp í vatninu án þess að skilja eftir sig neinn korg. Enginn reyndist þó kæra sig um slíkt skyndikaffi og það fékk japanski efnafræðingurinn Sartori Kato líka að reyna þegar hann fékk einkaleyfi á duftkaffi í Bandaríkjunum árið 1903. Það var ekki fyrr en hraði samfélagsins tók að vaxa upp úr 1950 sem skyndikaffi öðlaðist útbreiðslu.