Maðurinn

Ef þú hefur ákveðna gerð af kímnigáfu þá gætirðu verið í minni hættu á að þjást af þunglyndi eða kvíða.

Það er engin uppskrift til að fullkominni kímnigáfu, en ein ákveðin aðferð til að fá aðra til að hlæja getur samt verið jákvæð fyrir andlega heilsu þína.

BIRT: 05/01/2024

Hlátur er eitt besta náttúrumeðalið sem getur bætt heilsu þína.

 

Hlátur lætur þig slaka á bæði líkamlega og andlega. Hláturinn dregur úr pirringi, kvíða og þunglyndi og vinnur á móti svefnleysi.

 

Þú verður meira að segja fallegri ef þú hlærð, því hláturinn eykur blóðflæði í andlitshúðinni sem hefur styrkjandi áhrif á hana.

 

Lykillinn að hlátri getur að auki gefið vísbendingar um andlega heilsu þína.

 

Þetta sýnir rannsókn sem varpar ljósi á hvers konar húmor getur aukið hættuna á geðsjúkdómum.

 

Eru brandararnir þínir bara sagðir til að létta lundina eða gætu þeir verið lúmskt ákall um hjálp?

 

Vísindamenn við háskólann í Flórens mátu húmor 686 Ítala með því að nota spurningalista sem innihélt mismunandi gerðir af húmor, t.d. háð, kaldhæðni, góðlátlegt grín og svartan húmor.

 

Þeir mátu síðan þunglyndi, kvíða og streitu þátttakenda með því að nota sjálfsmatsspurningalista.

 

Niðurstöðurnar sýndu að ákveðnar tegund af húmor eru betri fyrir andlega heilsu þína en aðrar.

 

„Niðurstöðurnar sýna að ástríkur og velviljaður húmor þjónar sem verndandi þáttur gegn þunglyndi, kvíða og streitu. Á hinn bóginn auka háð og kaldhæðni hættuna á sömu kvillum,“ segir Alberto Dionigi doktor í samskiptasálfræði við háskólann í Flórens í fréttatilkynningu.

 

 

Vísindamennirnir benda á að háð og kaldhæðni megi hugsanlega skilja sem leið einstaklingsins til að verja sig.

 

„Þetta er húmor á kostnað annarra, sem heldur sjálfum þér utan við brandarann. Hvers konar húmor þú beitir felur hvað þú ert raunverulega að hugs og hvernig þér líður“ segir Alberto Dionigi.

Fimm svæði stjórna skaplyndi okkar

Heilinn inniheldur yfirleitt fimm svæði sem stjórna skaplyndi okkar og gera okkur kleift að vinna úr tilfinningum. Hjá þunglyndu fólki virka þessi svæði ekki sem skyldi, en með hjálp raförvunar er hægt að stilla taugavirknina þannig að hún komist í eðlilegt horf.

Tóttarennisbörkur

 Stjórnar tilfinningalegri hegðun og ákvarðanatöku.

Eyja

Stjórnar tilfinningalegum viðbrögðum og gildismiðuðum ákvörðunum.

Fremri gyrðilgára

Stjórnar tilfinningalegri úrvinnslu og meðvitund.

Mandla

Stjórnar ótta og varnarviðbrögðum.

Dreki

Stjórnar áttun og ratvísi, minni og námsgetu.

Ígræddur rafnemi nemur merki heilans

Taugaígræðsla sem samanstendur af rafskautum á stærð við sesamfræ er sett undir höfuðkúpu á yfirborði heilans. Á sama hátt og gangráður fylgist stöðugt með hjartslætti og grípur inn í þegar hann er óeðlilegur, mælir rafskautið stöðugt rafvirkni á þeim fimm heilasvæðum sem tengjast skaplyndi og leiðréttir hana.

Rafneminn sendir heilanum rafboð

Fimm rafskaut eru tengd við rafnemann og hvert um sig tengist einu af svæðum heilans. Þau gefa frá sér litlar raflostbylgjur um leið og þau fá boð um frávik frá eðlilegri virkni. Hugmyndin er sú að raförvunin grípi inn í af mikilli nákvæmni þar sem þunglyndið er að valda heilanum skaða.

Fimm svæði stjórna skaplyndi okkar

Heilinn inniheldur yfirleitt fimm svæði sem stjórna skaplyndi okkar og gera okkur kleift að vinna úr tilfinningum. Hjá þunglyndu fólki virka þessi svæði ekki sem skyldi, en með hjálp raförvunar er hægt að stilla taugavirknina þannig að hún komist í eðlilegt horf.

Tóttarennisbörkur

Stjórnar tilfinningalegri hegðun og ákvarðanatöku.

Eyja

Stjórnar tilfinningalegum viðbrögðum og gildismiðuðum ákvörðunum.

Fremri gyrðilgára

Stjórnar tilfinningalegri úrvinnslu og meðvitund.

Mandla

Stjórnar ótta og varnarviðbrögðum.

Dreki

Stjórnar áttun og ratvísi, minni og námsgetu.

Ígræddur rafnemi nemur merki heilans

Taugaígræðsla sem samanstendur af rafskautum á stærð við sesamfræ er sett undir höfuðkúpu á yfirborði heilans. Á sama hátt og gangráður fylgist stöðugt með hjartslætti og grípur inn í þegar hann er óeðlilegur, mælir rafskautið stöðugt rafvirkni á þeim fimm heilasvæðum sem tengjast skaplyndi og leiðréttir hana.

Rafneminn sendir heilanum rafboð

Fimm rafskaut eru tengd við rafnemann og hvert um sig tengist einu af svæðum heilans. Þau gefa frá sér litlar raflostbylgjur um leið og þau fá boð um frávik frá eðlilegri virkni. Hugmyndin er sú að raförvunin grípi inn í af mikilli nákvæmni þar sem þunglyndið er að valda heilanum skaða.

Þrátt fyrir þessar niðurstöður leggja vísindamennirnir á bak við rannsóknina áherslu á að frekari rannsókna sé þörf á lundarfari og geðheilbrigði og hvort það kunni að vera ólíkt eftir  menningu og þjóðerni.

 

Til dæmis má nefna að þó að kaldhæðni sé til dæmis algengari í sumum menningarheimum en öðrum, þá þarf það ekki að þýða að hættan á að fá þunglyndi sé verulega meiri þar, segir þar.

HÖFUNDUR: SIMON CLEMMENSEN

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Andspyrnustríð á Balkanskaga: Mulningsvél Títós

Náttúran

Topp 5 – Hvaða hryggdýr er langlífast?

Spurningar og svör

Fær það virkilega staðist að ánamaðkar geti skipt sér?

Menning og saga

Hvað er víkingur?

Læknisfræði

Tekist hefur að lengja æviskeið músa um 41%

Lifandi Saga

Sannleikurinn um hið afskorna eyra Van Goghs

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is