Menning og saga

Er “afturábakboðskapur” notaður?

Ýmsar rokkhljómsveitir hafa verið sakaðar um að dylja djöflatrúarboðskap í textum sínum þannig að heyra megi hann þegar lagið er spilað aftur á bak. Er þetta rétt? Og ef svo er, hefur þessi boðskapur þá einhver áhrif?

BIRT: 04/11/2014

Bítlarnir, Led Zeppelin, The Eagles og fleiri hljómsveitir hafa verið sakaðar um að dylja svokallaðan “afturábakboðskap” í textum sínum.

 

Hljómsveitin Judas Priest sætti ákæru árið 1985 fyrir að hafa orðið völd að sjálfsvígum tveggja pilta með djöflatrúarboðskap.

 

Hljómsveitin var þó sýknuð, m.a. vegna þess að verjandanum tókst að sýna fram á að heyra mætti ámóta boðskap í trúarlegri tónlist ef menn vildu.

 

Bandarísku sálfræðingarnir John Vokey og Don Read komust að sömu niðurstöðu í rannsókn sinni. Ef fólk var látið hlusta á lag aftur á bak án nokkurra skýringa, heyrðu innan við 10% dulinn boðskap í textanum.

 

Væri fólk aftur á móti beðið að hlusta eftir síkum boðskap fór hlutfallið hins vegar skyndilega yfir 90%.

 

Mikið af ásökunum um dulinn boðskap aftur á bak, á rætur meðal hægri sinna í Bandaríkjunum, þar sem fjöldi samtaka, ekki síst “Moral Majority” hefur árum saman haldið því fram að rokktónlistin sé orsök nokkurn veginn alls ills.

 

En eins og meðlimir hljómsveitarinnar Judas Priest bentu á, væri það ekki góð markaðssetning að hvetja aðdáendur til að svipta sig lífi.

 

Ætti á annað borð að koma fyrir duldum boðskap í textanum myndu þeir fremur velja að setja “Kauptu fleiri plötur” inn í textann.

 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.