Heilsa

Er ekki hægt að fá krabbamein í hjartað?

Ég hef aldrei heyrt um neinn sem þjáðist af krabbameini í hjarta. Hvernig stendur á því að þetta líffæri virðist sleppa við krabbamein?

BIRT: 08/01/2025

Í raun réttri er hægt að fá krabbamein í hjarta, það gerist bara afskaplega sjaldan. Skráð tilfelli eru innan við eitt á hverja milljón íbúa á ári.

 

Frumur hjartans skipta sér nefnilega að öllu jöfnu ekki og eru að því leyti frábrugðnar svonefndum þekjufrumum sem yfirleitt marka upphafið að krabbameinsæxli.

 

Margar slíkar frumur fyrirfinnast hins vegar í lungum, þörmum og brjóstvef, svo og í húð og kirtlum.

 

Í hjartanu er ekki um neinar þekjufrumur að ræða, einungis hjartavöðvafrumur og bandvefsfrumur og þær frumutegundir eiga sjaldnast þátt í þróun krabbameins.

 

Krabbamein er hægt að rekja til erfðafræðilegrar skekkju í erfðaefni frumnanna.

 

Skekkjan gerir vart við sig þegar fruman skiptir sér en stökkbreyttar frumur skipta sér stjórnlaust og þá leikur enginn vafi á að um krabbamein er að ræða.

 

Þar sem milljónir frumuskiptinga eiga sér stað í þekjufrumum líkamans á hverri klukkustund er skiljanlegt að krabbamein sé algengast í þeim.

 

Þó gerist það nokkuð oft að krabbamein dreifi sér frá öðrum stöðum líkamans til hjartans.

 

Í um tíu af hundraði tilvika veldur banvænt krabbamein því að meinvörp eða dótturfrumur gera vart við sig í hjartanu.

 

Dæluvirkni hjartans gerir það að verkum að jafnvel góðkynja hnútar geta reynst hættulegir.

 

Stórir hnútar geta lokað fyrir blóðstreymi til annars hjartahólfsins sem svo getur leitt af sér hjartastopp.

 

Fátt eitt er vitað um það hvers vegna einn og einn fær krabbamein í hjarta.

 

Tilraunir með dýr hafa þó leitt í ljós að tilteknar hundategundir eru móttækilegri fyrir krabbameini í hjarta en aðrar tegundir.

 

Þetta kann að benda til þess að þessi ákaflega sjaldséði sjúkdómur geti verið arfgengur.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

Lifandi Saga

Auschwitz: Úr lestinni í gasklefana

Maðurinn

Hvers vegna þolir sumt fólk ekki glúten?

Náttúran

Ósongat yfir suðurpólnum hélt veðurfræðingum í spennu

Maðurinn

Við hugsum ekki rökrétt

Náttúran

Hve mikið súrefni framleiðir tré?

Heilsa

Hafið auga með snemmbærum krabbameinseinkennum

Náttúran

Banvænasti sveppurinn fjölgar sér með nýrri aðferð

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.