Search

Er fjórða víddin til?

Hvernig sjá vísindamenn fyrir sér að fjórða víddin geti verið til?

BIRT: 16/03/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Við búum kannski í alheimi með fleiri víddir en þær þrjár sem við skynjum – lengd breidd og hæð. Allavega vinna eðlisfræðingar með kenningar sem byggjast á fleiri rýmisvíddum en þessum þremur ásamt tímavíddinni.

 

Vísindamenn reyna að sameina stóru eðlisfræðikenningarnar tvær, afstæðiskenninguna og skammtafræðina, í eina allsherjar kenningu sem nái yfir allt saman. Það kynni að vera mögulegt ef allt í kringum okkur er gert úr litlum, titrandi strengjum. Strengjakenningin virkar þó best ef rýmisvíddirnar eru alls tíu.

 

Fjórða víddin gætið verið örsmá – eða ósýnileg

Séu til fleiri víddir en þrjár hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að við skynjum hana ekki. Kannski eru hinar víddirnar svo örsmáar og samanvafðar að við tökum ekki eftir þeim.

 

En hitt er líka fræðilega mögulegt að einungis sumar þessara vídda séu örsmáar og í alheiminum séu í raun og veru fjórar rýmisvíddir.

 

Samkvæmt kenningunni búum við í þrívíðri veröld, svonefndri bran-veröld sem er hluti af stærri, fjórvíðum alheimi.

 

Við skynjum ekki fjórðu rýmisvíddina vegna þess að allar þekktar eindir og náttúruöfl eru tengd þessum þrívíða heimi – nema einungis þyngdaraflið sem er eini náttúrukrafturinn sem hefur verkun til allra átta. Fjórða víddin er okkur sem sagt ósýnileg.

Orðskýring

Bran er tekið úr orðinu „membran“ sem merkir himna og er sérstakt hugtak innan strengjakenningarinnar.

 

Bran getur verið mismunandi allt eftir því hve margar víddir fyrirbrigðið hefur. Í tvívíðum heimi hefur bran yfirborð en sé fjöldi vídda núll, er bran punktur.

BIRT: 16/03/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is