Maðurinn

Er hægt að smitast af kórónuveiru tvisvar eða verðum við ónæm?

Þú smitast, veikist og þér batnar. Þú hefur öðlast ónæmi. Sumar veirur kveðja okkur í eitt skipti fyrir öll. Aðrar reyna að banka upp á aftur áður en árið er liðið. Hvers konar ónæmi kórónuveiran veldur er þó enn ekki ljóst.

BIRT: 14/11/2020

Hafir þú veikst af Covid-19 og einungis fengið væg einkenni, þá ert þú í hópi þeirra lánsömu.

 

Í fyrsta lagi veist þú núna hvernig líkami þinn tekst á við nýju kórónuveiruna sem nefnist SARS-CoV-2 og í öðru lagi hefur þú að öllum líkindum öðlast ónæmi gegn þessum kvíðvænlega sjúkdómi.

Líkaminn man hvaða vopnum hann býr yfir

Enn óbirtar tilraunir sem gerðar voru á rhesus-öpum í Kína leiddu í ljós að kórónuveirusmit veldur ónæmi. Aparnir voru sýktir með SARS-CoV-2, veiktust í kjölfarið, urðu heilbrigðir á nýjan leik og reynt var að smita þá aftur, án þess þó að þeir veiktust.

 

Með ónæmi er átt við sérhæft viðnám gegn sýkingu sem gerir það að verkum að við veikjumst ekki.

 

Við öðlumst ónæmi sökum þess að ónæmiskerfið er fært um að bera strax kennsl á veirurnar eða bakteríurnar sem herja á okkur og bregst við með markvissum hætti.

 

Þegar líkaminn kemst í tæri við óþekkta veiru tekur það ónæmiskerfið svolitla stund að átta sig á hvernig bregðast skuli við. Meðan á þessu stendur afritar veiran sjálfa sig.

 

Þegar við smitumst í fyrsta sinn verðum við því að öllu jöfnu veik í einhverjum mæli áður en líkaminn hefst handa við að verja sig.

 

Eftir veikindin er líkaminn fær um að varðveita vitneskjuna um hvaða aðferð hann beitti. Þetta á sér m.a. stað í tilteknum hvítum blóðkornum sem nefnast minnisfrumur. Ef líkaminn verður aftur fyrir smiti er hann undir það búinn og stöðvar veiruna sem herjar á hann áður en hún getur valdið usla.

Greinast aftur með Covid-19

Undanfarna mánuði hafa borist fréttir af fólki sem hafði náð sér eftir Covid-19 og samt greinst jákvætt aftur. Í Suður-Kóreu, þar sem 179 sjúklingar hafa greinst jákvæðir í annað sinn, álíta heilbrigðisyfirvöld að veiran hafi vaknað til lífsins á nýjan leik og að ekki sé um nýtt smit að ræða.

 

Þessi kenning er studd af athugunum á sjúkrahúsum víðs vegar um heim, þar sem læknar hafa oftsinnis orðið vitni að því að sjúklingar greinist neikvætt annan daginn og svo jákvætt næsta dag. Hvort um er að ræða rangar niðurstöður úr sýnatöku eða að veiran geti lagst í dvala er enn óljóst.

 

Þess ber þó að geta að nokkrir sjúklingar í Svíþjóð og Englandi hafa sannanlega greinst með kórónuveiruna tvisvar. Í þeim tilvikum er ekki um það að ræða að veiran hafi legið í dvala, því smitin hafa átt rætur að rekja til tveggja ólíkra stökkbreytinga kórónuveirunnar.

 

Líkt og við á um margar aðrar veirur stökkbreytist nýja kórónuveiran eilítið og fyrir bragðið geta vísindamenn greint veirurnar að.

 

Nýjar rannsóknarniðurstöður sem birtar voru í vísindatímaritinu Cell, leiddu þó í ljós að það að smitast tvisvar heyrir til algerra undantekninga.

 

Þó svo að fyrri rannsóknir hafi sáð efasemdum um ónæmi hafa vísindamenn við háskólann í Arizona fundið sannanir fyrir því að líkaminn framleiðir mótefni fimm til sex mánuðum eftir afstaðna sýkingu. Ef marka má Deepta Bhattacharya, prófessor í ónæmisfræði, eru miklar líkur á að ónæmið geti varað í allt að tvö ár.

 

Þeir sjúklingar sem veiktust illa voru jafnframt með sterkara ónæmiskerfi, óháð kyni og aldri.

 

Nýjustu rannsóknir varpa jafnframt ljósi á hvers vegna aðrar rannsóknir hafa haft í för með sér  hryggilegar niðurstöður í tengslum við ónæmi.

 

Mótefnamagnið virðist fyrst í stað dala og síðar meir aukast og komast í jafnvægi. Þetta sama mynstur greinist í tengslum við önnur veirusmit, þar sem líkaminn myndar fyrst ónæmisfrumur sem endast stutt og seinna meir aðra gerð ónæmisfrumna sem lifað geta í líkamanum svo árum skiptir.

 

Það kann því að vera að fyrri rannsóknarniðurstöður hafi ekki tekið til annarrar bylgju af ónæmisfrumum.

 

Tilraunirnar í Arizona háskóla tóku til 6.000 manns sem fylgst var með í 226 daga eftir að fyrstu sjúkdómseinkenna varð vart. Því er ekki hægt að útiloka að mótefnamagnið dali eftir að þessu tímabili lýkur. Gera þarf tilraunir sem ná yfir lengra tímabil til að unnt verði að slá því föstu hversu lengi ónæmið varir.

Kórónuveiran festist ekki í minni ónæmiskerfisins

Líkaminn getur raunar einnig gleymt ónæmi og þannig getum við smitast á nýjan leik. Þetta er háð því hvaða sjúkdómur á í hlut.

 

Sumir sjúkdómar, svo sem eins og mislingar, hafa í för með sér ævilangt ónæmi en í öðrum tilvikum verður líkaminn ekki fyrir jafn miklum áhrifum og við getum veikst aftur, jafnvel eftir aðeins átta til tíu mánuði.

 

Vísindamenn vita enn sem komið er ekki hver áhrif nýju kórónuveirunnar á líkamann eiga eftir að verða.

 

Hægt er að geta sér til um þetta með hliðsjón af öðrum kórónuveirum, því þær eru fleiri. Þeim sem valda venjulegu kvefi gleymir líkaminn að öllu jöfnu innan nokkurra mánaða.

 

Önnur vísbending á rætur að rekja til rannsóknar á 176 sjúklingum í Tævan eftir að SARS braust út árið 2003. Sú sýking stafaði enn fremur af kórónuveiru sem er náskyld SARS-CoV-2.

 

Fyrstu tvö árin sýndu blóðprufur mikið magn mótefna. Að því loknu fór minni líkamans að hraka. Vísindamenn gera fyrir vikið ráð fyrir að ónæmi fyrir SARS vari í u.þ.b. þrjú ár.

 

Rannsóknir sem gerðar voru eftir að MERS braust út árið 2012 leiddu í ljós mjög áþekkar niðurstöður. Ónæmi þeirra sem veiktust hvað verst varði lengur en annarra. Að sex árum liðnum voru mótefni allra þó uppurin.

Þeir heilbrigðu lækna þá veiku

Tilraunir sem gerðar voru í Kína gefa vísbendingar um að ónæmi gegn kórónuveirunni líkist því sem við átti um SARS og MERS. Í þeim tilraunum fengu sýktir einstaklingar blóðvökva frá öðrum sem höfðu náð sér af kórónuveirunni.

 

Slík tækni nefnist aðfengið ónæmi en hugmyndin á rætur að rekja til Danmerkur. Þetta sama á sér stað frá móður til fósturs, hvað áhrærir t.d. mislinga og rauða hunda.

 

Kínverjarnir beittu tækninni sem tilraunalækningu á fimm alvarlega veikum sjúklingum sem allir voru í öndunarvél. Allir voru þeir með mikið veirumagn og brugðust slælega við veirueyðandi lyfjum.

 

Að einungis þremur dögum liðnum hafði hitinn lækkað í fjórum þeirra. Eftir fimm daga voru allir sjúklingarnir fimm veirulausir.

 

Þessi velheppnaða aðferð gefur til kynna að líkaminn muni vel eftir veirunni SARS-CoV-2 og að hún skilji eftir sig afar greinileg ummerki í formi mótefna.

 

Bandarískir vísindamenn mæla beinlínis með aðfengnu ónæmi á heimsvísu til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar til áhrifaríkt bóluefni verður tiltækt.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.