Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Eftir langan dag úti í náttúrunni er fólk iðulega þreytt þegar það kemur heim. Það er þó tæpast af völdum ferska loftsins, heldur er ástæðan allt önnur.

BIRT: 30/04/2024

Sumir hafa á orði að vera orðnir þreyttir eftir allt þetta ferska loft en það er reyndar alls ekki svo.

 

Súrefnisinnihald loftsins er 21% hvort heldur er úti eða inni og við öndum ekki að okkur meira súrefni en við höfum þörf fyrir, þannig að það er ekki loftið sjálft sem veldur þreytunni.

 

Mun trúlegri skýring á þreytunni er sú að við reynum yfirleitt meira á líkamann þegar við verjum deginum úti en ef við höldum okkur innandyra. Þetta skýrir þó ekki hvers vegna okkur finnst við vera þreytt eftir „allt þetta ferska loft“, ef við höfum t.d. bara legið í sólbaði á ströndinni allan daginn eða eytt deginum sem aðgerðalaus farþegi um borð í seglbáti.

Skýringin er þá öllu fremur sú að þreytan stafi af þeim mikla fjölda skynhrifa sem við verðum fyrir utandyra.

 

Vindurinn, hitinn, kuldinn, sólskinið, hljóðin og allt það sem fyrir augu ber, dynur í sífellu á skilningarvitunum og veldur þreytu. Þetta er m.a. reynsla meðferðaraðila sem fást við að örva veikburða skynjun fjölfatlaðs fólks.

 

Slík meðferð fer vissulega ekki fram úti, heldur í sérstökum herbergjum, þar sem hinn fatlaði liggur oft á gutlandi vatnsrúmi og margvísleg hljóð eru spiluð: tónlist, öldugjálfur, sjávarniður eða jafnvel hvalasöngur og mislit lýsing færist yfir veggi og loft.

 

Þetta hefur mjög örvandi áhrif á hinn fatlaða en strax eftir 15-20 mínútur geta öll þessi skynhrif verið orðin of mikil og þá á fólk til að sofna.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.