Jörðin

Er mögulegt að vara við flóðbylgjum?

Hvar er mest hætta á flóðbylgjum og er gerlegt að vara fólk við nógu tímanlega nálægt ströndinni?

BIRT: 12/03/2024

Flóðbylgjur geta farið af stað eftir skriðuhlaup eða eldgos en stærstu flóðbylgjurnar sem geta skollið á strönd í mörg þúsund kílómetra fjarlægð stafa oftast af jarðskjálftum.

 

Áður en flóðbylgja myndast þarf öfluga lóðrétta hreyfingu upp eða niður til að koma flóðbylgjunni af stað. Hamfaraflóðbylgjan í Suðaustur-Asíu 2004 myndaðist þegar Indóástralski hafsbotnsflekinn lækkaði í árekstri við meginlandsfleka.

 

Mesta hættan á Kyrrahafsströndum

Stórir skjálftar af þessu tagi verða einmitt helst á flekamótum þar sem hafsbotnsfleki rennur inn undir meginlandsfleka – og þannig háttar til hringinn í kringum Kyrrahafið, þar sem hættan á hamfaraflóðbylgjum er mest.

Vesturströnd Suður- og Norður-Ameríku, eyjaríkin norðan Ástralíu, Japan, Indónesíu og Nýja-Sjáland eru þau svæði sem hættast er á flóðbylgjum í heiminum.

Það er erfitt að vara við flóðbylgjum, þar eð ekki er unnt segja fyrir um atburðina sem valda þeim. Þegar jarðskjálftar verða breiðir titringurinn sig þó miklu hraðar út en flóðbylgja sem mögulega fylgir í kjölfarið.

 

Það gefur dálítinn tíma til að bregðast við, áður en flóðbylgjan nær að ströndum. Nú er til sérstakt aðvörunarkerfi, DART II sem greinir flóðbylgju á leið um opið haf.

Þrýstimælar greina flóðbylgju

Aðvörunarkerfið DART II notar skynjara á hafsbotni til að vara við því að flóðbylgja sé á leiðinni.

1. Skynjari greinir bylgjuna

Þrýstiskynjari á hafsbotni greinir þrýstingsbreytingar í hafinu. Skynjarinn finnur mun á bylgjum og flóðbylgjum, jafnvel bara 1 cm að hæð.

2. Bauja greinir sendingar

Skynjarinn sendir hljóðbylgjuboð upp til bauju á yfirborðinu á 15 mínútna fresti. Greinist flóðbylgja eru gögn send á 15 sekúndna fresti.

3. Vísindamenn meta gögn

Baujan sendir gögnin áfram til eins af alls 66 Iridíum-gervihnöttum sem koma þeim áfram til stjórnstöðvarinnar á Hawaii. Þar er ákveðið hvort aðvörun verði send út.

Þetta kerfi grundvallast á skynjurum sem komið hefur verið fyrir á hafsbotni víða í Kyrrahafinu. Frá þeim berast boð allan sólarhringinn til stjórnstöðvarinnar PTWC (Pacific Tsunami Warning Center) á Hawaii.

 

Það er svo hægt að senda út viðvaranir til strandsvæða allt í kringum Kyrrahafið til að hægt sé að flytja fólk á brott.

 

Annars staðar eru flóðbylgjur mjög staðbundnar. Þannig er t.d. talin hætta á gríðarstóru berghlaupi úr Aknesfjalli niður í Geirangursfjörð í Noregi. Slíkur atburður gæti valdið 70 metra hárri flóðbylgju.

HÖFUNDUR: Ritstjórnin

© NOAA. © Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.