Lifandi Saga

Erfingi Napóleóns myrtur af Súlúmönnum

Von um frama á sviði hernaðar knúði hinn unga prins, Louis Napoléon, til að halda til Afríku og elta uppi Súlúmenn en prinsinn átti aldrei afturkvæmt til Frakklands.

BIRT: 29/03/2024

Árið 1879 kom franskur prins í höfuðstöðvar breska hersins í Suður-Afríku. Stríð við Súlúríkið hafði brotist út og hinn 23 ára gamli prins, Eugène Louis Napoléon Bonaparte, þráði að fá að berjast með Englendingum.

 

Þrátt fyrir franskan uppruna sinn hafði prinsinn ungi hlotið menntun sem breskur flotaforingi og meira að segja hlotið meðmæli engrar annarrar en Viktoríu Englandsdrottningar. Hetjan unga var einkasonur fyrrum Frakklandskeisara, Napóleons 3. sem var bróðursonur Napóleons Bónaparte.

 

Æðsti maður heraflans, Frederic Thesiger hershöfðingi, kom prinsinum fyrir í mannvirkjadeild hersins, skammt frá víglínunni og lét fylgdarlið fylgja honum í hvert fótmál. Ef Louis Napóleon særðist eða félli áleit hershöfðinginn að slíkt myndi skaða orðspor Breta.

Louis-Napoléon lét ig dreyma um heiður og frama á vígvellinum í Afríku í stríðinu Breta gegn Súlúmönnum.

Fjölskylda Louis Napóleons hafði flúið frá Frakklandi til Lundúna níu árum áður, eftir að Napóleon 3. laut í lægra haldi fyrir Prússum í bardaganum við Sedan árið 1870.

 

Keisaranum var steypt af stóli eftir ósigurinn og hann lést árið 1873. Louis Napóleon var þá tilnefndur sem Napóleon 4. í útlegðinni en í raun réttri hafði keisaraveldið í Frakklandi þá liðið undir lok.

 

Louis Napóleon dreymdi um að komast til metorða innan hersins, eitthvað í líkingu við þann mikla frama sem hinum víðfræga frænda hans í föðurætt hafði hlotnast. Fyrir bragðið hélt prinsinn ungi af stað til að berja á Súlúmönnum þegar Súlústríðið braust út árið 1879.

 

Hunsaði viðvörun

Í Suður-Afríku reið prinsinn iðulega í burtu frá fylgdarliði sínu til að elta uppi Súlúmenn á gresjunni. Einn af vinum prinsins, breski liðsforinginn Arthur Bigge, sagði í aðvörunartóni: „Farðu þér í engu óðslega og taktu enga óþarfa áhættu“.

 

Í leiðangri einum sem farinn var í júní árið 1879 höfðu prinsinn og nokkrir hermenn farið af baki þegar 40 Súlúmenn skyndilega réðust til atlögu við þá.

Heróp Súlúmannanna fældu hest prinsins Louis Napoléons. Prinsinn gerði allt sem hann gat til að komast aftur á bak en allt kom fyrir ekki og Súlúmennirnir myrtu hann með spjótum sínum.

Hróp mannanna fældu hest prinsins sem hljóp skelfdur á brott. Samkvæmt heimildum eins hermannanna sem komust lífs af tók Louis Napóleon upp byssu sína en spjót Súlúmannanna hæfðu hann og hann lést umsvifalaust.

 

Líkið fannst næsta dag og á því mátti greina alls 18 sár eftir spjót en eitt þeirra hafði stungist inn um augað og inn í heilann. Prinsinn hlaut viðhafnarútför í Englandi og var fjarskyldur ættingi Napóleons 3. tilnefndur sem Napóleon 5.

HÖFUNDUR: AF NATASJA BROSTRÖM , ANDREAS ABILDGAARD

© Ian Knight: Brave Men’s Blood. The Epic of the Zulu War, 1879. London 1990/Wikimedia Commons,© Paul Joseph Jamin/Wikimedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.