Almennt gildir að hætta stafar ekki af eldgosi nema þú búir í nágrenninu eins og á við núna í Grindavík. Erebusfjall á Suðurskautslandinu hefur gosið stöðugt frá 1972 og er nánast sérstaklega hættulaust. En nándin er reyndar ekki einhlít því mjög stór og mjög öflug sprengigos valda hættu á stóru svæði.
Árlega gjósa um 50 ofansjávareldstöðvar á hnettinum. Langflest gjósa basaltkviku sem sjaldnast veldur miklum vandræðum. Basalthraunkvikan rennur á jöfnum hraða en sjaldnast svo hratt að ekki sé hægt að forða sér á hlaupum.
Mesti hraði hraunrennslis á Mauna Loa á Hawaii er t.d. 16 km/klst. Í sumum gosum kemur þó upp líparít eða andesít. Þessar gerðir kviku eru seig- eða þykkfljótandi og geta myndað tappa í gosrásinni og þannig aukið þrýsting sem ekki losnar um fyrr en með sprengingu.
Hraunkvika er þó ekki það eina sem veldur hættu í eldgosum. Eldský glóðheitrar gjósku geta streymt niður fjallshlíðar á ógnarhraða eftir sprengingu í fjallinu. Slíkt eldský útrýmdi öllu lífi í rómversku borginni Pompei árið 79.
Eitraðar gastegundir geta líka komið upp í eldgosi. Slíkar eiturgastegundir eru taldar ábyrgar fyrir 3% allra dauðsfalla í tengslum við eldgos. Þetta þarf t.d. að hafa í huga ef skyldi gjósa aftur á Reykjanesinu rétt eins og í fyrri gosum þar og önnur sprungugos á Íslandi.
Síðast en ekki síst getur mikið regn hrundið af stað gjóskuskriðum. Slíkar skriður kostuðu 23.000 mannslíf við fjallið Nevado del Ruiz í Kólumbíu árið 1985.
Kvikan ákvarðar styrk gossins
Eldstöð gýs þegar þrýstingur í kvikuhólfinu verður mjög mikill. Mismunandi gerðir hraunkviku ákvarða framrás gossins og hættuna af því.
Dyngjur (A) byggjast upp úr þunnfljótandi basaltkviku, með takmörkuðu gasmagni sem oftast streymir upp um eitt gosop. Gos eru sjaldnast mjög hættuleg.
Gjallkeilur (B) byggjast upp úr hraungjalli sem myndast úr gasríkri kviku. Þegar þrýstingur lækkar, losnar gasið og kvikan springur.
Eldkeilur (C) byggjast upp sem lög af gjósku, gjalli og hraunstraumum. Hraunkvikan er þykk og gos hefst með sprengigosi en síðan fylgir straumur hraunkviku.
Hættulegustu eldfjöllinn:
Það eldgos sem kostað hefur flest mannslíf varð á Tambora í Indónesíu 1815. Þá létust 92.000 manns. Tölum um manntjón ber alls ekki alltaf saman, enda talsvert um ágiskanir. En þessi fimm eru alla vega meðal hinna hættulegustu.