Eyðimerkurmaurar af tegundinni Cataglyphis cursor gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa vini í neyð.
Þegar vísindamenn við Mount Holyake-skólann í Suður-Hadley í Massachusetts í Bandaríkjunum tóku maur, bundu hann niður með nælonsnúru og grófu hálfan niður í sand, leið ekki á löngu áður en björgunarleiðangur birtist á vettvangi glæpsins í rannsóknastofunni.
Björgunarmaurarnir bitu í snúruna og reyndu að krafsa sand frá fasta maurnum og draga hann upp. En vísindamennirnir komust líka að því að hjálpsemi mauranna eru takmörk sett.
Aðeins skyldir maurar úr sama maurabúi fengu hjálp. Væri fanginn úr óviðkomandi búi, gengu aðrir maurar hjá án þess að virða hann viðlits.
Maurarnir þurftu ekki að snerta fangann til að rannsaka skyldleikann og vísindamennirnir gera ráð fyrir að lyktarefni sem kallast ferómón beri þeim slíkar upplýsingar.
Björgunaraðgerðir hafa sést hjá öðrum maurategundum áður, en þær eru afar sjaldgæfar meðal annarra dýra.