Aldrei fyrr hefur jafn mikill eyðimerkursandur fokið í loft upp frá því að manneskjan hóf fyrir um 150 árum fyrir alvöru að vinna og nýta auðlindir á eyðimerkursvæðum. Sandurinn feykist upp með vindi og fellur m.a. niður yfir snæviþakin fjöll. Þegar fjöllin hyljast dökku efninu bráðnar snjóhulan hraðar er vora tekur.
Í Colorado, BNA, hafa fræðimenn t.d. séð hvernig 12 sandfoksstormar á einu ári sendu svo mikið af rofi upp í fjöllin að snjórinn bráðnaði mánuði fyrr en árinu áður. Ein afleiðing er sú að fjölbreytni plantna minnkar.