Náttúran

Eyja apanna

BIRT: 04/11/2014

Þróunin hefur skapað einstakt dýralíf á eyjunni Bioko undan ströndum Vestur-Afríku.

 

Þar eru aparnir stærstu jurtaætur eyjanna og stærsta rándýrið er minna en köttur.

 

Þar lifa 900 kg þungar sæskjaldbökur og antilópur sem eru minna en 5 kg að þyngd.

 

Þarna hafa apar og hálfapar fundið sér griðastað án rándýra.

 

Níu af alls ellefu öpum og hálföpum sem lifa á eyjunni eru sérstakar tegundir eða undirtegundir, sem ekki fyrirfinnast annars staðar í heiminum.

 

Þessi dýr eru viðkvæm vegna veiða og skógarhöggs og því hafa apasérfræðingar frá alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN einbeitt sér að Bioko sem einum mikilvægasta stað í Afríku til að hlúa að öpum.

 

Tíminn hefur staðið í stað á Bioko. Fyrir 12 þúsund árum var eyjan áföst afríska meginlandinu en eftir síðustu ísöld reis sjávarhæð í heimshöfunum og Bioko einangraðist frá fastalandinu af 30 km sundi. Eyjan var hins vegar of lítil fyrir stærri spendýr þannig að hlébarðar, górillur og nokkrir stórir grasbítar lifðu ekki af aðskilnaðinn frá meginlandi.

 

Eftir standa sjö apategundir, fjórar tegundir hálfapa, tvær tegundir antilópa, ein tegund af broddgelti, ein tegund greifingja, þrjár tegundir fljúgandi íkorna og mikið flæmi af ósnortnum regnskógum. Þegar fyrstu portúgölsku landkönnuðirnir gengu á land árið 1472 var eyjan öll skógi þakin. Nú á dögum, meira en 500 árum seinna, eru stórir hlutar hennar enn skógi vaxnir og næstum helmingur eyjarinnar er friðaður.

 

Reyndu að stöðva verslun með apa

 

Frá árinu 1998 hefur Bioko Biodiversity Protection Program rannsakað dýralíf eyjarinnar og jafnframt lagt sitt af mörkum við að bjarga hinum fjölmörgu einstöku apategundum.

 

Leiðtogi teymisins er Gail Bearn, prófessor við Drexel University í Philadelphiu og hefur hún sótt eyjuna heim þrettán sinnum.

 

Teymi hennar samanstendur af bandarískum líffræðingum, gestasérfræðingum, líffræðingum frá háskóla Miðbaugs-Gíneu ásamt mörgum nemum og sjálfboðaliðum. Saman rannsaka þau atferli apanna, telja fjölda þeirra, skrásetja plöntur, meta heilbrigðisástand á fjórum verpandi sæskjaldbökutegundum og fylgjast með veiðum og annarri hættu sem stafar að dýrunum.

 

Aparnir á eyjunni eru í nokkurri útrýmingarhættu vegna ofveiða.

 

Vandamálið er svonefnt bushmeat, verslun með kjöt villtra dýra. Fyrir 20 árum var bushmeat aðeins sjaldséð prótínviðbót íbúanna á eyjunni. En á fáeinum árum margfaldaðist fjöldi apa og annarra dýra sem voru til sölu á markaði í höfuðborginni Malabo.

 

Við veiðarnar leituðu veiðimennirnir sífellt dýpra inn í ósnortinn regnskóginn og langt inn í friðuð svæði. Þetta hafði hörmulegar afleiðingar.

 

Frá 1986 – 2006 hvarf milli einn og tveir þriðju hlutar stofna 6 af 7 apategundum. Það er einungis hvíti markötturinn sem hefur fjölgað sér. Eftir þrýsting frá líffræðingum innleiddu yfirvöld í Miðbaugs-Gíneu haustið 2007 bann við sölu á apakjöti með góðum árangri. Fjöldi apa sem voru seldir minnkaði um 90% frá október til nóvember 2007. Síðan hefur salan aftur aukist nokkuð en er þó miklu minni en fyrir bannið.

 

Aparnir halda sig aðallega á friðuðum svæðum eyjarinnar og hafa skipt skóginum bróðurlega milli sín. Drillinn og Bioko marköttur Preuss halda sig mest á skógarbotninum.

 

Rauði colobus pennants og svarti bioko colobusinn kjósa neðri hluta trjákrónanna meðan hvítnefja marköttur Martins og eyrnarauði marköttur Bioko leggja undir sig efsta hluta trjánna. Meðan nokkrar tegundir kjósa fjalllendi halda aðrar sig í hitanum á láglendinu.

 

Allir aparnir athafna sig á daginn, ólíkt galagóa eyjunnar. Sá kemur aðeins í ljós um nætur. Galagóar eru hálfapar með stór augu sem hafa aðlagast næturmyrkrinu. Þeir eru sérfræðingar í að fanga skordýr og éta trjákvoðu sem þeir skafa af trjánum með skóflulaga framtönnum í neðri kjálkanum.

 

Enginn veit með vissu hve margir galagóar fyrirfinnast á Bioko en vitað er að fimm af sjö apategundum eyjarinnar eru í útrýmingarhættu. Rauði colobus pennants er meira að segja svo sjaldgæfur að hann er á listum yfir þá apa sem eru í mestri útrýmingarhættu.

 

Öllu skiptir að aparnir fái griðastað á Bioko enda hefur til þessa einungis tekist að halda tveimur tegundanna á lífi í dýragörðum.

 

Skógarflæmið á Bioko gefur þó tilefni til að aparnir megi dafna þar áfram eins og annað undravert dýralíf eyjunnar. Þess vegna eru góðar líkur á að skógarnir á Bioko geti í í framtíðinni reynst paradís apanna.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hættuleg baktería tengd við sérstakan hundamat

Lifandi Saga

Dauði Maó olli harðri valdabaráttu

Lifandi Saga

Kynnisferð um: Morðmál miðalda 

Læknisfræði

Ónæmiskerfi barna skaddast af mislingum

Lifandi Saga

Hvernig tilraunir gerðu læknar nasista?

Lifandi Saga

Hvað er GUGI? 

Maðurinn

Er það rétt að nefið og eyrun stækki alla ævi?

Menning

Fjórar fréttir um bjór

Menning

Hver var síðasti geldingasöngvarinn? 

Lifandi Saga

Hvers vegna vildu Frakkar eignast Níger sem nýlendu? 

Tækni

HITTU HERMIVÉLMENNI ÞITT

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is