Náttúran

Fær virkilega staðist að  það sé ógerlegt að stöðva jarðskjálfta?

Mönnum hefur orðið mikið ágengt í að vakta jarðskjálfta, vara við þeim og vernda fólk gegn þeim, en höfum við tækni til að koma í veg fyrir þá?

BIRT: 31/12/2023

Jarðskjálftar stafa af því að risavaxnir jarðskorpuflekar eru á hreyfingu og rekast hver á annan.

 

Slík flekamót kallast misgengi og þegar mjög mikil spenna byggist upp þar sem flekar núast saman kippast skorpuflekarnir harkalega til og um leið losnar um spennuna.

 

Við finnum kippina sem jarðskjálfta og vegna þess hvílík ógnaröfl þarna eru að verki er ógerningur að koma í veg fyrir þá.

 

Viðvörunarkerfi

Þótt ekki sé unnt að koma í veg fyrir jarðskjálfta gengur verkfræðingum æ betur að vinna gegn eyðileggingaráhrifum þeirra.

 

Viðvörunarkerfi duga oft til að koma fólki á örugga staði, stöðva járnbrautarlestir, sem annars færu út af sporinu og loka fyrir gas- og rafleiðslur til að koma í veg fyrir stórbruna.

 

Varnir gegn jarðskjálftum gætu orðið enn mikilvægari í framtíðinni vegna þess að hækkandi yfirborð heimshafanna eykur þrýsting á landgrunnsfleka, sem liggja meðfram hættulegustu sprungunum, t.d. við San Andreas í Kaliforníu og norður-anatólska misgengið í Tyrklandi.

 

Borholur draga úr styrk jarðskjálfta

Árið 2014 tókst frönskum vísindamönnum að skapa örugga bletti á titringssvæði.

 

Þeir notuðu borholur til að leiða bylgjur frá manngerðum skjálfta fram hjá tilteknu svæði. Með aðferðinni mætti tryggja öryggi t.d. sjúkrahúsa og kjarnorkuvera á jarðskjálftasvæðum.

Djúpar, hringlaga holur, boraðar í ákveðnu mynstri koma í veg fyrir útbreiðslu skjálftabylgna. Þetta gildir þó aðeins ef menn þekkja upptakastað skjálftans og bylgjutíðnina.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© AMING LIN ET AL. & BRÛLÉ ET AL. & SHUTTERSTOCK

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.