Fellibyljir geta valdið mikilli eyðileggingu, en líka komið í veg fyrir slíkt. Þetta er álit bandarískra vísindamanna hjá Carnegie-vísindastofnuninni, en þeir hafa lengi rannsakað ástæður þess að ekki verða fleiri öflugir jarðskjálftar á ákveðnu svæði við Taívan, þar sem jarðvirkni er mikil.
Með afar næmum skynjurum neðanjarðar mældu vísindamennirnir 20 litla og hættulausa skjálfta sem stóðu allt frá nokkrum klukkutímum upp í heilan sólarhring. Það er sem sagt skjálftavirkni á svæðinu en skjálftarnir verða hægfara og hættulausir, en ekki snöggir og eyðileggjandi. Þegar fellibylur berst inn yfir land, fellur loftþrýstingur. Það léttir örlítið á jarðskorpunni og hún á því auðveldara um hreyfingar. Af þessum sökum losnar um spennu á klukkutímum eða jafnvel dögum og spennan nær því að safnast upp og mynda öflugan jarðskjálfta.