Árið 1936 setti kjörbúðareigandinn Sylvan Goldman hjól undir umbyggðan fellistól með tveimur körfum. En svo brá við að viðskiptvinirnir tóku á sig krók framhjá nýju vögnunum. Konurnar sögðust hafa fengið nóg af að ýta barnavögnum á undan sér og karlmenn óttuðust að sýnast ekki nógu sterkir. Það var ekki fyrr en Goldman réð þykjustuviðskiptavini til að nota vagnana sem þeir náðu vinsældum.