Heilsa

Ferðamenn deyja úr metanóleitrun í Laos: Eiturefnafræðingur varar við falinni hættu

Sex ferðamenn hafa látist af völdum áfengiseitrunar í Vang Vieng í Laos. Leiðandi vísindamaður í áfengiseitrun útskýrir hvers vegna efnið metanól er banvænt, jafnvel í litlu magni.

BIRT: 16/12/2024

Sex ferðamenn hafa nú látið lífið á hinum vinsæla ferðamannastað Vang Vieng í Laos á skömmum tíma.

 

Orsök dauðsfallanna hefur ekki verið staðfest opinberlega en nokkrir alþjóðlegir fjölmiðlar greina frá því að fólkið hafi látist vegna neyslu áfengis sem var eitrað af metanóli.

 

Wayne Carter er leiðandi vísindamaður í eiturefnafræði og sérfræðingur í eitrunum við háskólann í Nottingham á Englandi.

 

Hann útskýrir hér hvernig metanóleitrun hefur áhrif á líkamann á sameindastigi – og hvers vegna jafnvel litlir skammtar geta verið banvænir.

 

Metanól setur af stað lífshættulega keðjuverkun í líkamanum

Metanól, einnig kallað tréspíritus, er eitrað form áfengis. Það er oft notað sem leysiefni í vörur eins og rúðuvökva og ilmvatn.

 

Vökvanum er stundum – ólöglega – bætt í áfenga drykki vegna þess að hann er ódýrari en etanól sem er áfengið sem venjulega er að finna í brenndum drykkjum.

 

En það er stórhættulegt, segir Wayne Carter, sérfræðingur í áfengiseitrun, í viðtali við Lifandi vísindi.

 

Metanól er litlaust og lyktarlaust og því ómögulegt að greina það í drykk. Og ef vökvans er neytt getur hann valdið alvarlegri eitrun, útskýrir hann.

 

„Metanól í líkamanum brotnar fyrst niður í efnið formaldehýð (CH₂O) og síðan í maurasýru (HCO₂H) og loks í koltvísýring (CO₂). Formaldehýð og maurasýra eru bæði eitruð og sýra blóðið sem getur leitt til alvarlegs skaða eða dauða,“ segir Wayne Carter við Lifandi vísindi.

Etanól getur valdið eitrun í miklu magni en metanól er mun hættulegra þar sem það breytist í eiturefni sem geta valdið blindu eða dauða. Erfitt er að greina muninn þar sem efnin bragðast og lykta eins.

Jafnvel lítið magn getur verið banvænt.

 

Banvænn skammtur er mismunandi eftir einstaklingum en er í kring um 1 gramm á hvert kg líkamsþyngdar.

 

Sérfræðingurinn útskýrir að þótt etanól geti einnig verið eitrað í miklu magni séu sýrurnar sem verða til við niðurbrot metanóls mun hættulegri.

 

„Maurasýra sem myndast úr metanóli er tiltölulega sterk sýra miðað við ediksýru sem myndast úr etanóli. Auðvitað geturðu samt fengið etanóleitrun en þú þarft mun stærri skammt en af metanóli,“ útskýrir Wayne Carter.

Hjörtu okkar slá 100.000 sinnum á sólarhring. Vísindamenn hafa nú komist að raun um að hver einasti sláttur hefur áhrif á heilann þannig að skynfærin slævast, sársaukaþröskuldurinn hækkar og tilfinningarnar verða næmari.

Metanóleitrun er hægt að meðhöndla með etanóli eða hinu sérstaka móteitri Fomepizole sem kemur í veg fyrir að líkaminn brjóti metanól niður.

 

Hins vegar, án bráðrar meðferðar, getur eitrunin fljótt orðið banvæn.

 

Það er líklega atburðarásin sem hefur leitt til dauðsfallanna í Laos, áætlar eiturefnafræðingurinn.

 

„Vandamálið er að metanóleitrun byrjar oft með þeirri kunnuglegu tilfinningu að verða drukkinn. En með tímanum geta alvarlegri einkenni komið fram, allt frá höfuðverk og svima upp í sjónhimnuskemmdir og blindu og að lokum dauða,“ segir Wayne Carter.

 

Yfirvöld á staðnum rannsaka nú hvernig metanól hafi komist í áfengu drykkina og hvort hætta sé á að fleiri séu í lífshættu.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

© Anupam Nath/AP/Ritzau Scanpix,© Anastacia Grig/Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

Maðurinn

Vísindamenn lýsa yfir stríði gegn mígreni

Tækni

Nýir róbótar geta verið afar varhugaverðir

Náttúran

Á hverju lifa köngulær þegar engar flugur veiðast?

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.