Maðurinn

Fimm atriði sem þú lærðir í skóla en reyndust röng

„Lærðu margföldunartöfluna utan að því þú verður ekki alltaf með vasareikni á þér.“ Þótt grunnskólanámið feli í sér mörg gullkorn var líka ýmislegt fullyrt sem ekki reyndist standast tímans tönn. Með hjálp lesenda höfum við tekið saman fimm slík atriði.

BIRT: 14/08/2022

– PLÚTÓ  ER PLÁNETA.

– TYCHO BRAHE DÓ EFTIR AÐ ÞVAGBLAÐRAN SPRAKK.

– NEWTON UPPGÖTVAÐI ÞYNGDARAFLIÐ ÞEGAR HANN FÉKK EPLI Í HAUSINN.

– ÞÚ VERÐUR EKKI ALLTAF MEÐ VASAREIKNI Á ÞÉR.

– KÍNAMÚRINN SÉST FRÁ TUNGLINU .

1. ,,PLÚTÓ  ER PLÁNETA"

 

Ef þú varst í grunnskóla fyrir aldamót, hefurðu ábyggilega lært að Plútó væri níunda pláneta sólkerfisins. Allt fram til 2006 taldist það líka alveg rétt. Þótt Plútó sé ekki lengur skilgreindur sem pláneta stafar það ekki af því að hnötturinn hafi breyst að neinu ráði.

 

Orsökin er sú að alþjóðasamband stjörnufræðinga breytti skilgreiningu sinni á plánetu á aðalfundi sínum árið 2006. Plánetur eru síðan skilgreindar á grundvelli þriggja meginatriða:

 

* Þær þurfa að vera á braut um sólu.

* Þær þurfa að vera því sem næst kúlulaga.

* Þær þurfa að hafa rutt öðrum himinhnöttum af braut sinni.

 

Það er þetta síðasttalda sem veldur því að Plútó flokkast ekki lengur sem pláneta. Á braut hans er nefnilega gríðarmikið af loftsteinum.

 

Og fyrir bragðið flokkast Plútó nú sem dvergpláneta.

Stytta af Tycho Brahe við Rósinborgarhöll í Kaupmannahöfn.

2. ,,TYCHO BRAHE DÓ EFTIR AÐ ÞVAGBLAÐRAN SPRAKK"

 

Þess var lengi getið í mannkynssögubókum að danski stjörnufræðingurinn Tycho Brahe hefði „ofsetið sig“, sem sagt ekki kunnað við að rísa úr sæti í konunglegum kvöldverði til að fara á klósettið, með þeim afleiðingum að þvagblaðran sprakk og það hafi dregið hann til dauða.

 

En þetta er bara gömul sögn sem ekkert er hæft í.

 

Ef maður reynir að halda í sér allt of lengi þrátt fyrir bráða þörf og meðfylgjandi sársauka endar það með því að taugakerfið neitar að hlýða og maður pissar í buxurnar.

 

Þvagblaðran getur að vísu sprungið hjá fólki sem búið er að drekka sig svo ofurölvi að áfengið setji venjuleg viðbrögð líkamans úr leik – þar á meðal þörfinni til að kasta af sér vatni. Þetta er þó afar sjaldgæft.

 

Springi þvagblaðran, flæðir þvagið út í kviðarholið. Það er sársaukafullt en ekki mjög hættulegt nú til dags, þar eð læknar geta auðveldlega dælt vökvanum út og saumað blöðruna.

 

Nýjustu rannsóknir benda til að Tycho Brahe hafi dáið vegna nýrnabilunar

 

Þótt eplið hafi átt þátt í hugljómun Newtons, fékk hann það ekki í höfuðið.

3. ,,NEWTON UPPGÖTVAÐI ÞYNGDARAFLIÐ ÞEGAR HANN FÉKK EPLI Í HAUSINN"

 

Þú kannast nokkuð örugglega við þá sögn að Ísak Newton hafi fengið hugmyndina um þyngdaraflið þegar hann sat við hugleiðingar undir eplatré og epli féll niður á höfuð hans.

 

Sagan er reyndar ekki alröng.

 

Í ævisögu Newtons sem William Stukeley skrifaði og kom út 1752, kemur fram að Newton hafi sjálfur sagt honum að það að sjá epli falla hafi vakið honum hugleiðingar um það hvers vegna epli falli alltaf hornrétt til jarðar.

 

Fallandi epli átti sem sé þátt í upphafi þyngdaraflskenningar Newtons. Að hann hafi fengið eplið í höfuðið er hins vegar bara ímyndun.

 

Fyrir daga snjallsímanna voru vasareiknar miklu mikilvægari en nú.

4. ,,ÞÚ VERÐUR EKKI ALLTAF MEÐ VASAREIKNI Á ÞÉR"

 

Þegar stærðfræðikennarinn þurfti að útskýra nauðsyn þess að læra margföldunartöfluna, var skýringin iðulega fólgin í því að maður gæti ekki búist við því að vera alltaf með vasareikninn á sér.

 

Stærðfræðikennaranum til varnar verður reyndar að segjast að þróun farsímanna lá ekki í augum uppi.

 

Kínamúrinn er mikið mannvirki og ferðamenn flykkjast þangað. En frá tunglinu sést hann ekki.

5. ,,KÍNAMÚRINN SÉST FRÁ TUNGLINU"

 

Kínamúrinn er tignarlegt mannvirki og 6.000 km langur. Enn í dag – mörg þúsund árum eftir að múrinn var reistur – er hann tiltölulega heillegur.

 

En hann er ekki nógu stór til að sjást utan úr geimnum með berum augum. Til þess er hann of mjór og hverfur líka í landslagið.

 

Þetta staðfestir geimfarinn Chris Hadfield sem hefur dvalið fjölmarga mánuði í geimstöðinni.

 

 
Chris Hadfield
@Cmdr_Hadfield
 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MORTEN MØLLER BERTELSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is