Líttu á annað glerið í gleraugunum þínum og hringdu í númerið sem þú sérð, eða fáðu nýjustu tölur úr spennandi fótboltaleik. Vísindamenn hjá Fraunhofer IPMS í Þýskalandi hafa nú sett á gleraugnagler gagnsæja örflögu sem tengist tölvu sem aðeins er á stærð við sígarettupakka. Svonefndar OLED-díóður sjá fyrir myndgæðum sem í skerpu komast mjög nálægt sjónvarpsskjá.