Hinir litskrúðugu flamingóar standa iðulega á öðrum fæti og vísindamenn hafa lengi undrast þetta. Nú hafa bandarískir vísindamenn hjá Saint Josephs-háskóla í Fíladelfíu uppgötvað ástæðuna. Þegar fuglarnir draga annan fótinn upp að líkamanum, helst þeim betur á líkamshitanum. Það er einkum í vatni sem það dregur úr hitatapi að standa á öðrum fæti.