Steingervingafræði
Hver lagði fyrstur undir sig loftið? Voru það fuglar eða spendýr?
Steingervingafræðingar í Kína telja sig nú hafa fundið svar við þessari spurningu eftir að hafa grafið upp um 130 milljón ára gamlan steingerving af dýri sem helst líkist íkorna og fengi hefur nafnið Volaticotherium antiquus. Vísindamennirnir álíta að íkorninn hafi náð valdi á flugi um sama leyti eða jafnvel fyrr en fuglarnir.
Þessi forsögulegi flugíkorni var á stærð við leðurblökur nútímans. Dýrið notaði hárvaxna húðhimnu fyrir vængi og náði að svífa um loftið og stýra með skottinu. Fyrsti fuglinn, Archaeopteryx, komst í loftið fyrir um 150 milljón árum.