Kolefni úr loftinu á að knýja þotuhreyfla
Koltvísýringur er helsti sökudólgurinn þegar loftslagsbreytingar ber á góma.
Því vinna vísindamenn að því að snúa losuninni á hvolf og hyggjast draga koltvísýringinn úr loftinu á ný.
Og ef það er mögulegt, af hverju ekki að nota CO2 úr loftinu til að framleiða flugvélaeldsneyti í stað þess að reiða sig á jarðefnaeldsneyti?
Kolefni loftsins verður að eldsneyti
Ný tækni nýtir CO2 úr lofti sem hráefni til að framleiða eldsneyti fyrir flugvélar. Tækninn var prófuð á Rotterdam-flugvelli árið 2021.

Koldíoxíð fangað úr lofti
Loft sem inniheldur CO2 er sogað inn í hólf. Þar fer loftið í gegnum síu úr efnum sem binda CO2– sameindirnar í ferli sem kallast aðsog. Út úr búnaðinum kemur síðan hreint loft.

Hiti losar sameindir
Skynjarar mæla stöðugt CO2-magnið í síunni. Þegar sían bindur ekki fleiri CO2-sameindir er hólfinu lokað og sían hituð í 100 gráður, sem rýfur CO2-tengingarnar. Lofttæmisdæla dælir CO2-gasinu yfir í gashylki.

Rafgreining myndar syngas
Koltvísýringnum er blandað við vatnsgufu og gastegundunum tveimur dælt inn í svokallaða rafgreiningarsellu. Þegar straumi er hleypt á, klofna sameindirnar í sundur. Úr þessu verður til kolsýringur og vetni, svonefnt syngas sem vinna má frekar í flugvélaeldsneyti.
Verkfræðingar hafa nú fundið svarið við þessari spurningu. Svissneska fyrirtækið Climeworks hefur þróað síunarbúnað sem dregur CO2 úr loftinu og geymir gasið í tönkum.
Auk þess hefur þýska fyrirtækið Sunfire byggt vinnslustöð sem umbreytir CO2 og vatnsgufu í svokallað syngas. Það má síðan vinna frekar í allt frá dísel, í tréspíritus yfir í flugvélaeldsneyti laust við jarðefnaolíu.
Síubúnaðurinn virkar þannig að loftið er leitt í gegnum síur sem fanga CO2-sameindirnar.
Þegar síurnar eru mettaðar af koltvísýringi er hólfið innsiglað og hitað upp í 100 gráður. Hitinn losar CO2 frá síunum og lofttæmisdæla sogar síðan gasið inn í tank.
Síubúnaður með 118 einingum sem soga CO2 úr loftinu og dæla hreinu lofti út. Búnaðurinn var tekinn í notkun árið 2017 í Hinwil, Sviss.
Koltvísýringnum úr tankinum er blandað við vatnsgufu í tvískiptri svonefndri rafgreiningarsellu sem er fyllt með CO2 og vatnsgufu öðru megin og venjulegu lofti hinu megin.
Himna skilur efnin að en hleypir þó jónum í gegnum sig. Utan við himnuna liggur rafrás og þegar straumi er hleypt á hana togast „útblásturinn“ í formi súrefnis frá blöndunni af CO2 og H2O, svo eftir verður CO, kolsýringur og H2 eða vetni.
Kolsýringur og vetni er svokallað syngas sem síðan má fínvinna í kolvetniskeðjur sem eru heppilegar í eldsneytisframleiðslu.