Náttúran

Flugnahöfðingjar

Í verksmiðju einni í Mexíkó á sér stað undarleg framleiðsla en þar eru framleiddar flugur. Í hverri viku er 120 milljón ófrjóum snigilflugum sleppt út í náttúruna til þess að þær geti tímgast með villtum kynsystkinum sínum. Þetta er þáttur í viðamikilli tilraun til þess að ráða niðurlögum á hinum ógnvekjandi lirfum flugunnar, en lirfurnar eru kjötætur sem bíta menn og dýr og jafnvel bana þeim. Verkefnið hefur gengið vel til þessa.

BIRT: 04/11/2014

Með flugum skal flugur uppræta. Þetta er hugmyndafræðin að baki sérstakri mexíkóskri verksmiðju í bænum Tuxtla Gutiérrez.

 

Frá árinu 1976 hafa þar klakist út 354 milljarðar amerískra snigilflugna sem liður í tilraun til að uppræta stofn villtra flugna sömu tegundar.

 

Latneskt heiti flugnanna er Cochliomyia hominivorax og úti í náttúrunni klekjast lirfurnar í opnum sárum lifandi dýra og þaðan liggur svo leið þeirra langt inn í kjöt á dýrinu sem lirfurnar lifa á. Á höfði lirfunnar er að finna tvo oddhvassa króka sem hún notar til að bora sig inn í kjötið.

 

Þar sem hver fluga verpir 250-500 eggjum í hvert sár geta lirfurnar étið og skemmt svo mikinn vef að hýsillinn er nánast étinn upp til agna innan frá og lætur fyrir vikið lífið á kvalafullan hátt, en þessi hræðilegi dauðdagi þekkist einnig meðal manna.

 

Ný flugnaverksmiðja opnuð á næsta ári

 

Ameríska snigilflugan þrífst ekki í svölu loftslagi en áður fyrr var flugan útbreidd um öll Suðurríki Bandaríkjanna, þar sem bæði nautgripum og villtum dýrum stóð ógn af flugunum.

 

Nýfæddir kálfar fengu oft egg flugunnar í gegnum naflastrenginn og margra þeirra beið kvalafullur dauðdagi. Á sjötta áratug tuttugustu aldar fengu tveir bandarískir skordýrafræðingar hins vegar góða hugmynd.

 

Fyrst í stað hristu aðrir höfuðið og fáum datt í hug að hugmynd þeirra myndi gagnast í raun en þeir stungu upp á því að hafin yrði flugnarækt þar sem flugurnar yrðu geislaðar áður en þeim síðan yrði sleppt lausum.

 

Geislunin myndi gera flugurnar ófrjóar og ef engin yrðu afkvæmin myndi flugunum fljótt fækka. Nokkrar tilraunir sem gerðar voru á litlum eyjum leiddu í ljós að hugmyndin var engin firra.

 

Hugmyndin gagnaðist nefnilega í raun og veru. Flugunum var útrýmt á eynni Curaçao þegar árið 1954 en tilraunirnar leiddu að sama skapi í ljós að það var heilmikið verk að rækta þennan mikla flugnafjölda.

 

Ljóst var að nú dygðu engin vettlingatök. Gerð var áætlun um hvernig eyða mætti flugunni á hverju svæðinu á fætur öðru og til lengri tíma litið vonast vísindamennirnir til að geta útrýmt Cochliomyia hominivorax með öllu.

 

Flugnaverksmiðjan gegnir veigamiklu hlutverki í þessari áætlun, því starfsmennirnir 350 hafa náð mikilli leikni í að rækta flugurnar. Þó er vandkvæðum háð að anna allri eftirspurninni með þessari einu verksmiðju og því eru uppi ráðagerðir um að opna nýja flugnaverksmiðju á næsti ári í Panama.

 
 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Bláglyttan er heilalaus snillingur

Lifandi Saga

Prumpukóngurinn felldi dömur í yfirlið

Menning og saga

Hvað telst vera mesta svindl fornleifafræðinnar?

Lifandi Saga

Saga Jemen: Frá myrru og mokka til Borgarastríðs og húta

Náttúran

Hættuleg baktería tengd við sérstakan hundamat

Lifandi Saga

Dauði Maó olli harðri valdabaráttu

Lifandi Saga

Kynnisferð um: Morðmál miðalda 

Læknisfræði

Ónæmiskerfi barna skaddast af mislingum

Lifandi Saga

Hvernig tilraunir gerðu læknar nasista?

Lifandi Saga

Hvað er GUGI? 

Maðurinn

Er það rétt að nefið og eyrun stækki alla ævi?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is