Lifandi Saga

Forsetakosningar í BNA – hver, hvað og hvenær?

Þann 3. nóvember verða 59. forsetakosningarnar í BNA en hvernig ganga þær fyrir sig og hvers vegna? Hér er stutt yfirlit yfir það helsta sem ætti að hafa í huga.

BIRT: 06/11/2020

Fyrstu forsetakosningarnar í BNA

Árið 1789 voru fyrstu foretakosningarnar haldnar í BNA. Úrslitin komu svo sem engum á óvart, enda var aðeins einn frambærilegur frambjóðandi, byltingarhetjan George Washington sem samþykkti að bjóða sig fram eftir að hart hafði verið gengið eftir honum. Á þessum tíma höfðu aðeins jarðeigendur eldri en 18 ára kosningarétt. Blökkumenn máttu bíða til ársins 1870 en konur fengu fyrst að kjósa forseta í BNA árið 1922. Núna glata þeir sem sitja í fangelsum fyrir alvarlega glæpi, kosningarétti sínum í flestum ríkjum Bandaríkjanna. Í sumum ríkjum öðlast fangar aftur rétt til að kjósa að afplánun lokinni. Þannig geta meira en fimm milljón bandarískir ríkisborgarar ekki kosið í forsetakosningunum 2020.

Engir stjórmálaflokkar í fyrstu forsetakosningunum í BNA

George Washington
Þegar George Washington var kosinn forseti árið 1789 voru engir stjórnmálaflokkar til. Þeir komu fyrst fram á næsta áratug. Fyrsti stjórmálaflokkurinn sem var stofnaður var The Federal Party sem lagði áherslu á sterkt miðstjórnarvald undir forystu auðkýfinga. Aukin iðnvæðing og öflug kaupsýsla voru efst á stefnuskránni. The Democratic Republican Party sem þeir Thomas Jefferson og Alexander Hamilton tóku þátt í að stofna, stefndi einkum að því að minnka bilið milli fátækra og ríkra. Flokkurinn vildi efla sjálfstæði einstakra ríkja og lagði mikla áherslu á framgang landbúnaðar, enda voru fjölmargir meðlimir hans bændur. The Federal Party koðnaði niður upp úr 1820 og í stað hans kom The Whig Party sem ósáttir meðlimir The Democratic Repulican Party komu á laggirnar ásamt fjölmörgum fyrri félögum úr Alríkisflokknum. Demókrataflokkurinn var stofnaður árið 1828 og leysti af hólmi The Democratic Republican Party. Hann hefur starfað óslitið síðan sem gerir hann að elsta stjórnmálaflokki Bandaríkjanna. Árið 1854, þegar The Whig Party var að líða undir lok, var Repúblikanaflokkurinn stofnaður. Flokkurinn er oft nefndur „The Grand Old Party“ sem er stytt í GOP. Abraham Lincoln var fyrsti repúblikaninn til að verða forseti. Flokkurinn barðist fyrir afnámi þrælahalds og barðist einnig fyrir aukinni iðnvæðingu. Þar með voru þessir tveir pólitísku vængir búnar að festa sig í sessi í bandarískum stjórnmálum. Hvað stefnumál varðar er mikill munur á núverandi og fyrrverandi flokkum, þar sem repúblikanar þóttu áður fremur vinstrisinnaðir en eru núna íhaldssamari flokkurinn. Alls hafa 16 demókratar og 18 repúblikanar verið forsetar, meðan The Democratic Party og Whig Party hafa átt fjóra forseta. Óháðir hafa átt einn – George Washington.

Kjörmenn ráða forsetavalinu í BNA

Þrátt fyrir að nöfn forsetaframbjóðenda sé að finna á kjörseðlinum, eru kjósendur í raun ekki að velja einhvern tiltekinn frambjóðanda með atkvæði sínu, heldur kjörmenn sem taka þátt í svonefndu kjörmannaráði, samkomu þar sem 538 kjörmenn velja forsetann. Það þarf 270 kjörmenn til að ná meirihluta í forsetavalinu. Þeim sem sömdu stjórnarskrá Bandaríkjanna – oft nefndir „The Founders“ – leist alls ekki á að forsetinn væri kjörinn beinni kosningu og töldu sumir að fulltrúadeildin ætti að velja forsetann. Kjördæmaráðið var því eins konar málamiðlun í þessum efnum. Hverju ríki er úthlutað kjörmönnum í samræmi við hve marga þingmenn viðkomandi ríki hefur í fulltrúadeildinni. Þá hefur hvert ríki tvo öldungadeildarþingmenn ásamt nokkrum fulltrúum (í minnsta lagi einn) en þetta ræðst af fjölda íbúa í hverju ríki fyrir sig. Þetta þýðir að langtum fleiri kjörmenn koma frá fjölmennasta ríkinu Kaliforníu, heldur en því fámennasta sem er Wyoming. Vægi atkvæða í hverju ríki á þó að tryggja að strjálbýlli ríki hafi einnig pólitísk áhrif. Þrátt fyrir að kjörmenn hafi fyrirfram heitið því að atkvæði þeirra falli tilteknum frambjóðanda í skaut, hefur það margsinnis gerst að það heiti er rofið – t.d. árið 1836, þegar 23 kjörmenn frá Virginíu neituðu að standa við loforð sitt um að kjósa Richard M. Johnson, vegna orðróms um að hann væri í slagtogi við blökkukonu. Kosningarnar eru þannig eins konar „winner takes it all“ í flestum ríkjum, þar sem sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði tekur með sér alla kjörmenn viðkomandi ríkis. Þetta fyrirkomulag, ásamt misvægi kjörmanna einstakra ríkja, felur í sér að sá sem fær fleiri atkvæði á landsvísu verður ekki nauðsynlega forseti. Forsetaframbjóðandi getur þannig fengið meirihluta atkvæða en minnihluta kjörmanna. Þetta hefur gerst fimm sinnum í bandarískri kosningasögu, nú síðast þegar Hillary Clinton fékk um 3,5 milljón fleiri atkvæði en Donald Trump en tapaði í kosningu kjörmannaráðsins.

Aðeins tveir flokkar eiga möguleika í forsetakosningum í BNA

Þetta „winner takes it all“ fyrirkomulag felur einnig í sér að í raun er ákaflega erfitt fyrir nokkurn sem stendur utan við þessa tvo flokka að gera sér minnstu vonir um að verða kosinn forseti. Á endanum er það jú fjöldi kjörmanna sem ræður úrslitum og flokkarnir tveir fá þá flesta. Þar fyrir utan er nær ógjörningur fyrir aðra frambjóðendur að fá nafn sitt samþykkt og skráð á kjörseðla í öllum ríkjum, vegna afar strangra skilyrða sem fjölmörg ríki setja. Það besta sem frambjóðendur utan þessara flokka geta vonast til að ná fram, er að stefnumál þeirra nái að hafa áhrif á málflutning oog loforð frambjóðenda demókrata og repúblikana.

Forsetaval í BNA fer fram í þremur þrepum

Áður en forsetakosningar geta hafist þarf að finna frambjóðendur. Það á sér stað í fyrsta þrepinu sem hefst þegar fyrstu kandidatarnir tilkynna þátttöku sína; nokkuð sem gerist sífellt fyrr í þessu ferli. Kosningaárið 2016 melduðu fyrstu kandidatarnir sig strax vorið 2015 og fyrir vikið verður kosningabaráttan furðulega löng og ótrúlega kostnaðarsöm. Í fyrsta þrepi kosningabaráttunnar berjast vongóðir frambjóðendur innbyrðis hver við annan innan eigin flokks. Þetta virkar eins og undarlegar innanflokkserjur og skítkast, enda er spjótunum ekki beint gegn hinum flokkinum. Eða eins og Grímur Thomsen orti: „ …í góðsemi vegur þar hver annan.“ Í þessu þrepi eru frambjóðendur ansi sundurleitur hópur en margir af litríkustu kandidötunum hverfa í gleymskunnar dá í öðru þrepi kosningabaráttunnar sem er frá 1. febrúar til 7. júní á kosningaárinu. Þá eru frambjóðendur flokkanna í einstökum ríkjum valdir í svonefndu forvali og smám saman kemur í ljós hverjir njóta mestrar hylli kjósenda og hverjir þurfa frá að hverfa. Reglur um forvalið eru mismunandi eftir ríkjum. Í sumum ríkjum eru frambjóðendur kosnir með beinni kosningu, í öðrum ríkjum eru fulltrúar valdir sem skuldbinda sig til að veita tilteknum kandidata fulltingi á flokksþinginu, þar sem endanlegur frambjóðandi flokksins er útnefndur. Fyrir utan hefðbundna flokksfulltrúa hafa demókratar innleitt svonefnda ofurfulltrúa – yfirleitt háttsetta stjórnmálamenn innan flokksins. Atkvæði þeirra hafa meira vægi en hinna sem eru fulltrúar sem valdir eru á flokksþingum, til þess að tryggja áhrif flokksforystunnar á endanlegt val forsetaframbjóðandans. Flokkar í sumum ríkjum halda nefndarfundi (e. caucus) í stað forvals, þar sem flokksmeðlimum er velkomið að mæta og halda ræður og rökræða ágæti einstakra frambjóðenda en markmiðið er hið sama. Að velja einn. Iowa er fyrsta ríkið sem velur sér kandidata og grannt er fylgst með úrslitunum þegar Iowa tilkynnir niðurstöður sínar, enda þykja þær gefa vísbendingu um hvaða frambjóðandi verði á endanum valinn. Hefðin segir að það sé aðeins einn af þremur fremstu frambjóðendum hvors flokks sem verður líklegastur til að vera valinn endanlegur forsetaframbjóðandi hvors flokks fyrir sig. Þann 7. júní halda síðustu ríkin forval sitt en þá er orðið nokkuð ljóst hver verður valinn forsetaframbjóðandi. Þann 18. júní halda repúblikanar flokksþing sitt og þann 25. júní er komið að demókrötum að tilkynna val sitt.

Sveifluríkin baða sig í athyglinni

Þegar hvor flokkur hefur loksins valið sinn frambjóðanda hefst eiginleg kosningabarátta. Þá reynast sum ríki mun áhugaverðari en önnur. Svokölluð sveifluríki (e. swing states), þar sem skoðanakannanir segja að afar mjótt sé á munum hvor frambjóðandi verði valinn, þykja sérstaklega áhugaverð. Sum ríki, eins og t.d. Ohio, eru oft sveifluríki, meðan auðsætt er hvernig önnur ríki munu velja kjörmenn sína. Sem dæmi hefur forsetaframbjóðandi demókrata ekki sigrað í Texas frá árinu 1876, meðan repúblikanar hafa ekki unnið í Kaliforníu, né í New York frá því að Reagan var kjörinn forseti árið 1984. Þrátt fyrir augljósa stærð þessara ríkja, leggja frambjóðendur framvegis varla nokkra áherslu á að beina kosningabaráttu sinni að sigri í þeim, meðan sveifluríkin geta baðað sig í heimsóknum og fjöldafundum frambjóðenda, með tilheyrandi umsvifum sem og athygli fjölmiðla.

Uppskeran komin í hús

Sjálf forsetakosningin fer ævinlega fram á þriðjudegi eftir fyrsta mánudag nóvembersmánaðar. Þessi dagur var leiddur í lög árið 1845 og var honum ætlað að tryggja að á þessum tíma ætti uppskera bænda að vera komin í hús og eins að ekki þyrfti að kljást við mögulegan vetrarofsa sem myndi torvelda verulega aðgengi manna að kjörstað. Þessi dagsetning tryggði jafnframt að kjördagur myndi aldrei verða þann 1. nóvember sem er helgidagur kaþólikka. Upprunalega fór innsetning á nýjum forseta fram í mars, því forsetinn þurfti góðan tíma til að koma sér fyrir í Hvíta húsinu sem gat tekið sinn tíma þegar ferðast var í hestvagni frá fjarlægu ríki. Árið 1936 var innsetning forseta flutt fram til 20. janúar. Hátíðarhöldin samanstóðu af fjöldanum öllum af ræðuhöldum, dansleikjum, skrúðgöngum og hvaðeina, þó að sjálf innsetningin tæki stutta stund. Hún felst í því að forsetinn segir eftirfarandi orð: „Ég (nafn) heiti því að heiðra þennan virðingarsess sem forseti Bandaríkjanna og eftir bestu getu viðhalda, verja og vernda bandarísku stjórnarskrána.“
Sjálf innsetningin tekur skamman tíma en hátíðarhöldin geta staðið í marga daga.

Forsetakosningar í BNA eru rándýrar

Kosningabarátta flokkanna er dýr – eiginlega rándýr – og kostnaðurinn vex með hverri kosningu. Árið 2008 var áætlað að Barack Obama og mótframbjóðandi hans, Mitt Romney, hefðu eytt meira en einum milljarði dala – hvor fyrir sig. Það er meira en þrisvar sinnum meira en forsetaframbjóðendur eyddu árið 2004. Auðkýfingar landsins leggja langmest til kosningabaráttunnar, einkum hjá repúblikönum og rannsókn fréttamanna hjá The New York Times leiddi síðastliðinn október í ljós að einungis 156 bandarískar fjölskyldur höfðu þegar lagt fram meira en 176 milljón dali – sem samsvarar tæpum 25 milljörðum króna – til frambjóðenda í fyrsta þrepi kosningabaráttunnar. Mestur hluti þess til repúblikana.

HÖFUNDUR: Ida Buhl

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is