Stjörnurnar sem munkurinn innbyrti þetta ágústkvöld var freyðivín sem síðar hlaut heitið Kampavín.
Dom Pérignom hefur verið kallaður faðir kampavínsins, en sannleikurinn er þó sá að hann varð ekki fyrstur manna til að uppgötva hvernig brugga mætti þetta sérstaka, freyðandi vín.
Þegar um 1660 voru Englendingar farnir að bæta geri og sykri út í vín og framkölluðu þannig viðbótargerjun, sem einmitt skapar þann kolsýringsþrýsting sem kemur kampavíninu til að freyða.
Þótt mótsagnakennt virðist hafði Dom Pérignom unnið að því að losna við loftbólur úr víninu, en sem sagt með alveg öfugum árangri. Þótt hann hafi ekki fundið upp kampavínið, stuðlaði hann mjög að þróun þess.
M.a. gerði hann tilraunir með að blanda saman ýmsum tegundum þrúgna og hann innleiddi líka sterkari flöskur og öflugri tappa til að umbúðirnar stæðust þrýstinginn. Auk þess að vera frumkvöðull á sviði víngerðar, var þessi munkur afar starfsamur kjallarameistari.
Hann tilheyrði Benediktínusarreglunni en kjörorð hennar var „ora et labora“ eða „biðjið og starfið“.
Og undir handleiðslu hans tókst hinu þekkta klaustri í Haustervillers að tvöfalda vínframleiðslu sína og reyndar gott betur.