Víða um heim virðast froskar og körtur helst kjósa kynmök í tunglskini. Það er Rachel Grant hjá breska Open University-háskólanum sem hefur uppgötvað þetta. Atferlið hefur verið staðfest á Ítalíu, Englandi og Wales og þar að auki á Jövu. Því verður að teljast sennilegt að sama gildi um froska og körtur alls staðar í heiminum.