Lítill fingurköggull úr nýfundnum steingervingi styður þá kenningu að fuglar séu komnir af forneðlum. Beinið er úr eðlu sem verið hefur keimlík strúti og kallast Limusaurus inextricabilis og sýnir að þumalfingurinn hefur verið að hverfa. Í vængjum fugla er ekkert bein samsvarandi þumli, heldur aðeins vísifingri, löngutöng og baugfingri.