Nú getum við tekið okkur stöðu andspænis fyrsta Evrópumanninum. Breskur réttarmeinafræðingur og sérfræðingur í endurgerð andlita, Richard Neave, hefur endurgert þetta andlit út frá höfuðkúpubrotum og kjálkabeini sem fannst í helli í Rúmeníu fyrir fáeinum árum. Samkvæmt aldursgreiningu eru beinaleifarnar 34-36 þúsund ára. Nútímamaðurinn kom til Evrópu frá Afríku og fyrstu Evrópumennirnir eru því taldir hafa verið dökkir á hörund. Vísindamönnum hefur ekki tekist að slá því föstu hvort beinin voru úr karli eða konu.