Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Rannsókn ein sýnir fram á að þakklæti getur lengt lífið. En hvernig styrkir þú þakklætistilfinninguna?

BIRT: 25/07/2024

43 milljónir pósta á Instagram og 2 milljónir myndbanda á Tiktok.

 

Svo margir eru með myllumerkið #gratitude eða #þakklæti á íslensku.

 

Þar segja ungir sem aldnir frá hversu þakklátir þeir fyrir allt mögulegt í lífi sínu – frá því að verða foreldrar og það að eiga heilbrigðan líkama og fjölmargir segja að þakklætið hefur skapað þeim mikla gleði.

 

Og það getur vel verið eitthvað til í því. Ný rannsókn frá Harvard háskóla gefur að minnsta kosti til kynna að þeir sem finna fyrir þakklæti lifa lengur.

 

„Upplifun á þakklæti getur skipt miklu máli til að finna fyrir tilgangi í lífinu og tengingu hjá eldra fólki. Þakklæti virðist vera sálrænn kraftur sem stuðlar að betri heilsu,“ segir Ying Chen, vísindamaður við faraldsfræðideild Harvardháskóla og ein þeirra sem unnu rannsóknina sem birtist í Jama Psychiatry.

 

Þakklæti hjá öldruðum

Vísindamennirnir rannsökuðu hóp aldraðra kvenna sem svöruðu spurningum um þakklæti.

 

Vísindamennirnir skilgreindu þakklæti sem gæti beinst að fólki, atburðum eða í breiðara samhengi.

 

Alls voru gögn frá 49.275 konum rannsökuð og niðurstaðan sýndi fylgni milli þess að upplifa þakklæti og lengri líftíma eldra fólks, segir Ying Chen.

 

“Einstaklingar sem fundu fyrir miklu þakklæti voru í 9% minni hættu á að deyja miðað við  þá sem fundu fyrir litlu þakklæti,” bætir hún við.

Þakkið fyrir vini ykkar því án þeirra eykst hættan á ótímabæru andláti. Þakkið jafnframt fyrir nef ykkar því það er sennilega nefið sem hefur hjálpað ykkur að þefa uppi bestu vinina.

Að sögn vísindamannanna er rannsóknin sú fyrsta sinnar tegundar sem sýnir fram á að þakklæti hefur ekki aðeins áhrif á geðheilsu fólks heldur virðist langlífi fylgja þakklætinu.

 

Þakklæti og andleg vellíðan

Þrátt fyrir að vísindamennirnir hafi ekki rannsakað yngra fólk telur Ying Chen að allir aldurshópar geti haft gott af því að vera þakklátari.

 

„Fyrri rannsóknir benda til þess að þakklæti tengist minni hættu á geðsjúkdómum, meiri hamingjutilfinningu og betri félagslegri vellíðan hjá yngri fullorðnum,“ segir vísindamaðurinn.

 

Reyndar telur hún líka að þakklæti geti leitt fólk inn í jákvæðan spíral þar sem það tekur fleiri góðar og heilbrigðar ákvarðanir fyrir sjálft sig, sem á endanum getur leitt til betri líðan.

 

Þakklætisdagbækur

Í mörgum af þeim milljónum myndbanda og færslum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #þakklæti skrifa notendur um það sem þeir geta verið þakklátir fyrir í svokallaða þakklætisdagbók.

 

Og samkvæmt Ying Chen er það bæði útbreitt og gott tæki til að styrkja þakklætistilfinningu.

 

Hún bendir á að ef þú vilt vera þakklátari gæti verið góð hugmynd að velta fyrir þér eigin afrekum, meta það sem þú hefur í núinu, nýta tækifæri sem gefast til að tjá þakklæti munnlega eða framkvæma góðverk.

HÖFUNDUR: STINE HANSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is