Náttúran

Geta bakteríur veikst?

Menn og dýr veikjast stundum, en hvernig er þessu háttað hjá bakteríum? Geta þær veikst?

BIRT: 23/10/2023

Bakteríur geta vissulega veikst.

 

Rétt eins og hjá mannfólkinu getur t.d. streita eða stökkbreytingar í genum valdið veikindum.

 

Hátt hitastig veldur bakteríunum streitu og getur í versta falli dregið þær til dauða. Þetta nýtum við okkur þegar við sjóðum t.d. óhreina klúta eða þegar skurðlækningatæki eru sótthreinsuð með suðu.

 

En verði hitastigið ekki allt of hátt geta sumar bakteríur lifað af með því að mynda sérstök prótín sem koma í veg fyrir að önnur prótín bakteríunnar eyðileggist af völdum hitans. Þær bakteríur sem eiga auðveldast með að mynda þessi prótín lifa af og erfðavísar þeirra ganga áfram til næstu kynslóða.

 

Bakteríur geta líka orðið fyrir veirusýkingum, rétt eins og við veikjumst af inflúensu.

 

Svonefndar gerilætur eru veirur sem nota bakteríur til að fjölga sér. Inni í bakteríunni nær veiran að fjölga sér svo margoft að bakterían springur að lokum og nýju veirurnar komast þannig út og dreifa sér.

 

Gerilætur skapa ekki aðeins bakteríunum vanda, heldur einnig matvælaiðnaðinum þar sem bakteríur (gerlar) eru notaðar bæði við osta- og brauðgerð.

 

Af þessum sökum fást vísindamenn við að finna veirubóluefni fyrir bakteríur. Á hinn bóginn reyna svo aðrir vísindamenn að finna leiðir til að beita veirum gegn lyfjaþolnum bakteríum.

 
 

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig varð Rússland svona stórt?

Maðurinn

Svona gróa sár

Tækni

Gervigreindin getur nú spáð fyrir um líf og dauða

Maðurinn

Þannig þekkjast félagsblindir

Lifandi Saga

Dr. Kellogg rak út djöfulinn með kornflexi 

Maðurinn

Nú verða þessi börn hávaxnari en jafnaldrar þeirra

Maðurinn

4.000 ára gömul steinhella reyndist vera fjársjóðskort

Menning og saga

Hver átti hugmyndina að táknunum fyrir karla og konur?

Náttúran

Sjáið heiminn með augum hunda

Lifandi Saga

Raðmorðingi sigraði í sjónvarpsþætti

Náttúran

Apar þekkja gamla vini

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is