Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Er sólarvarnarkrem eina leiðin til að verjast geislum sólar eða eru til matvörur með sólarvörn?

BIRT: 23/07/2024

Útfjólubláir geislar sólarinnar geta valdið alvarlegum skaða á húðinni þegar þeir komast inn í húðfrumurnar og skemma DNA þeirra. Skemmdirnar geta bæði flýtt fyrir öldrun húðar og umbreytt húðfrumum í krabbameinsfrumur.

 

Sólarvörn endurkastar eða gleypir útfjólubláa geisla þannig að þeir komast ekki inn í húðina og það getur dregið úr hættu á húðkrabbameini um 40-50 prósent. En það er ekki eina leiðin til að verja þig fyrir sólinni. Holl matvæli geta líka veitt líkamanum innri vörn gegn skaðlegum geislum.

 

Plöntur verja sig fyrir sólinni með því að framleiða plöntuefni með efnafræðilegri uppbyggingu sem gleypa UV geislana. Og sum þessara efna geta líka verndað húðina okkar.

 

Tómatar innihalda sólarvörn

Eitt mest rannsakaða plöntuefnið er rauða litarefnið lýkópen. Efnið er að finna í matvælum eins og tómötum, vatnsmelónum, papaya, goji berjum og greipaldinum.

 

Í tilraun einni fengu þátttakendur 7 mg af lýkópeni á dag í fjórar vikur og eftir það jókst magn efnisins verulega í bæði blóð- og húðsýnum. Til samanburðar má nefna að 100 grömm af óblönduðu tómatmauki innihalda 5-15 mg af lýkópeni en ferskir tómatar geta innihaldið 1-20 mg af lýkópen í 100 grömmum.

 

Greining frá árinu 2023 sýnir að neysla lýkópens og tómata eykur vörn húðarinnar gegn útfjólubláum geislum og dregur m.a. úr hættu á sólbruna og litarblettum.

 

Sem dæmi var húð þeirra sem borðuðu 40 g af tómatmauki á dag í 10 vikur miklum mun minna rauðleit eftir útfjólubláa geislun miðað við samanburðarhóp.

Matvæli með sólarvörn

Tómatur
Vatnsmelóna
Rautt greip
Dökkt súkkulaði

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.