Tækni

Geta skýjakljúfar haft áhrif á snúning jarðar?

Þegar ég teygi út handleggina meðan ég sný mér í hring, verður hraðinn minni. Geta skýjakljúfar haft svipuð áhrif á snúning jarðar?

BIRT: 10/06/2021

Tækni / Byggingar

Lestími: 2 mínútur

 

Í hvert sinn sem verkfræðingar reisa háa byggingu hægja þeir á snúningi jarðar en svo lítið að það er ekki mælanlegt en að sama skapi lengist þá sólarhringurinn um jafn tormælanlegan tíma.

 

Því hærri og þyngri sem skýjakljúfurinn er og eftir því sem hann er nær miðbaug, verða áhrifin á snúningshraða jarðar meiri.

 

Fyrirbrigðið á sér eðlisfræðilega skýringu í eðli hluta á snúningi. Ef massi snúningshlutarins færist til, hefur það áhrif á snúninginn.

 

Færist massinn nær miðju hlutarins eykst snúningshraðinn en færist hann fjær miðjunni minnkar hraðinn.

 

Þess vegna hægir örlítið á jörðinni í hvert sinn sem skýjakljúfur rís upp frá yfirborðinu.

 

Þetta sést vel á skautadansara sem snýst hratt í pírúettu en þegar dansarinn teygir út handleggina dregur úr hraðanum.

 

Hæsta bygging heims, Burj Khalifa í Dubai, er 828 metra há og vegur um 500.000 tonn – afar lítið í samanburði við radíus jarðar, 6.371 km og massa upp á 6.000.000.000.000.000.000.000 tonn.

 

Það hafði sem sagt næstum engin áhrif á snúningshraða jarðar, þegar Burj Khalifa reis upp frá yfirborðinu. Sólarhringurinn lengdist aðeins um fáeina milljónustu hluta úr milljarðasta hluta úr sekúndu.

 

500.000 tonn

vegur hæsta bygging heims, Burj Khalifa.

 

Áhrifin af hverri einstakri byggingu eru ein og sér svo lítil að þau eru ekki mælanleg. Og jafnvel allir skýjakljúfar heimsins hafa að samanlögðu ekki merkjanleg áhrif á lengd sólarhringsins.

 

Áhrifin eru t.d. miklu minni en áhrifin af þyngdarafli tunglsins sem lengja sólarhringinn um svo sem 0,0016 sekúndur á hverri öld.

 

Birt 10.06.2021

 

 

NIELS HALFDAN HANSEN

 

 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.